þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Ég fékk algjört sjokk í dag. Ég uppgötvaði að tölvuprófið mitt er ekki að morgni 15.des nei heldu um kvöldið þegar ég á að vera á leiðinni heim. Ég fór algjörlega á taugum. Svo ákvað ég að tala bara við kennarann og bera mig alveg geðveikt illa til að fá hann til að leyfa mér að taka það fyrr, að minnsta kosti áður en ég færi að breyta fluginu eða eitthvað ennþá meira vesen. Mætti svo í tíma áðan. Þetta er kvöldtími og ofan á það alveg hræðilega leiðinlegur. Kennarinn er samt alveg æði. Þegar tíminn byrjaði byrjaði hann á því að segja okkur að hann ætlaði að hætta að kenna snemma því að hann hefði pantað pizzu handa öllum....uhmmm. Ég var ekkert smá sátt. Svo talaði ég við hann eftir tímann um þetta vandamál mitt og ég þurfti ekki einu sinni að afsaka mig neitt. Hann var bara já já sendu mér bara póst til að minna mig á þetta og við finnum einhvern annan tíma fyrir þig til að taka það. Hann bjargaði deginum algjörlega =) svo ég er á leiðinni heim samkvæmt áætlun =) =) =) =) =)

Svo er bara komið frí eftir morgun daginn....get ekki beðið. Þarf virkilega að komast frá þessu skólaumhverfi í smá tíma. Njótið vikunnar og helgarinnar =)
Ég kem aftur á sunnudaginn =)

HAPPY THANKSGIVING lesendur svara

laugardagur, nóvember 22, 2003

Hvernig líst ykkur svo á nýja lúkkið?...... Mig langar samt að breyta þessu ennþá meira en ég bara kann það ekki =(

P.S.....Kristín hvernig breyttirðu síðunni þinni? Kíkið á hana, hún er rosa flott!!! Kristín bókaormur

Mist ég óska eftir hjálp!!!!!! lesendur svara

föstudagur, nóvember 21, 2003

Jæja þá fer að styttast í fyrstu þakkagjörðarhátíðina mína. Allir hérna eru orðnir geðveikt spenntir að fara loksins heim. Jú ég líka en ég þarf víst að bíða örlítið lengur. En ég fæ að fara heim með vinkonu minni Katie. Hún býr í Delaware sem er um 2 tíma akstur héðan. Við fáum far hjá kærasta hennar sem fer í skóla hérna í DC líka.....frábært að þurfa ekki einu sinni að splæsa í lestarmiða eða neitt =) ég er orðin frekar spennt að fá að upplifa alvöru ameríska þakkagjörðarhátíð á alvöru amerísku heimili hjá alvöru amerískri fjölskyldu. Það verður alla vega alveg pottþétt mjög áhugavert. Það kemur víst alltaf öll fjöslkylda Katie heim til hennar í mat svo að það verður fullt af fólki þarna sem vilja öll hitta mig.........úff það er erfitt að vera svona vinsæll ;)

Katie er alveg búin að plana þessa fimm daga. Við förum með mömmu hennar og einhverri annarri konu að versla jólagjarfi. Förum í einhvern sérstakan garð sem á að vera alveg æðislegur og núna er búið að skreyta hann fyrir jólin svo að hann er örugglega ennþá æðislegri =) Svo eitthvað fleira líka sem á að koma mér á óvart ........ ég elska óvæntar uppákomur. Svo verður líka bara alveg æðislegt að fá nokkra daga frí frá skólanum fyrir lokapróf og bara slaka á =) En fimmtudaginn næsta er svo dagurinn sjálfur og þá gerir maður víst ekkert annað en að borða.....uhmmm kalkúnn.


lesendur svara

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Þessi ferð í gær var mjög áhugaverð. Skoðuðum hverfi í borginn sem í daglegu máli er bara kallað U-street en það er bara götuheitið. Leiðsögukonan fræddi okkur um sögu hverfisins og sagði sögur af fullt af frægu fólki sem bjó þarna, margir frægir menn ólust upp þarna. Fyrir svona 20 árum, eftir uppþot vegna morðsins á Martin Luther King JR, var þetta hverfi verra en Harlem er í New York. Enginn sem ekki bjó þarna lagði leið sína þarna, fólk keyrði ekki einu sinni þarna í gegn og alls ekki á fínum bílum því að það var pottþétt að hann myndi vera eyðilagður. Fyrir þann tíma var þetta aðalhverfið til að fara út lífið og verlsa. Allir aðalklúbbarnir voru þarna og hverfið iðaði af mannlífi alla daga. En núna er þetta rosa fínt hverfi og mjög dýrt að búa þarna. Líka áhugavert að labba þarna um og sjá næstum eingöngu svart fólk og það var undantekning ef hvítur maður var þarna á gangi. Við fórum líka að skoða Howard University sem er mjög frægur háskóli þar sem svart fólk er í miklum meirihluta. Ég sá líka í fyrsta sinn ruðningsleik með eigin augum =)
Við borðuðum hádegismat á rosa frægum veitingastað þó að ég hafi aldrei heyrt um hann. Heitir Ben´s chilli bowl. Í uppþotinu vegna King Jr. var allt lagt í rúst fyrir utan 5 hús og þetta hús er eitt af því en það merkilega er að þetta er ennþá sami veitingastaðurinn og var þarna þá.

Eftir þetta fót ég og önnur stelpur í Georgetown til að kíkja aðeins í búðir sem er svo sem ekki frásögu færandi nema það að ég hitti Íslenskt par þar. Ótrúlega fyndið.....ég heyrði þau segja svona eina setningu og fannst hún vera á íslensku en var svo ekki alveg viss og svo fóru þau en eftir nokkrar mínútur komu þau aftur og ég staraði örugglega á þau eins og algjör hálfviti því að konan horði líka á mig eins og ég væri eitthvað skrítin þangað til ég loksins þorði að spyrja ef þau væru íslensk........það var eins og þeim væri smá létt því að ég var búin að horfa svo lengi á þau því þá vissu þau afhverju ;o)
Maður er samt alveg farinn að ryðga í íslenskunni........það er ekki eins og maður tali mikla íslensku hérna þar sem það eru engir Íslendingar í þessum skóla.

Seinna um kvöldið fórum við svo á jazzklúbb í sama hverfi. Það var svo sem allt í lagi en þar sem ég er ekki beint mikill jazzaðdáandi var ég ekki beint að fíla þetta í botn. En það var svo sem í lagi að sitja þarna og hlusta. Mér fannst samt eins og ég væri föst í 50 áratugnum því að sviðið var eitthvað svo gamaldags og menn að spila á bassa, píanó, trompet og saxafóne.....

Svo var kvöldmatur með fótboltaliðinu í kvöld. Skrítið að sjá þær ekki á hverjum degi lengur......Foreldrar einnar stelpunnar sem útskrifast í vor og er því hætt að spila bauð okkur í kvöldmat. Heimaeldaður matur er bestur í heimi.............get ekki beðið eftir að koma heim og borða almennilegan mat á hverjum degi ekki bara svona stundum og stundum!!!

Ég setti nokkrar myndir í myndaalbúmið mitt sem þið getir skoðað hérna lesendur svara

föstudagur, nóvember 14, 2003

Fór út að borða með nokkrum vinum í kvöld á stað sem heitir cheesecakefactory. Og eins og nafnið gefur til kynna baka þau æðislegar ostakökur og ekki er maturinn neitt verri =) mjög góð tilbreyting frá tdr (skólamötuneytið, stendur fyrir terrace dining room). Við fórum sex saman, bara slakað á og spjallað um allt og ekki neitt........rosa rólegt og afslappað en mjög gaman - hef ekki hlegið svona mikið í langan tíma :o)

Spennandi dagur framundan á morgun. Er að fara í einhverja svona ferð hérna í DC og skoða blökkumannamenninguna. Eitthvað voða frægt alveg. Er ekki alveg viss um hvað ég er að fara að skoða en ég skal fræða ykkur um þetta allt seinna. Svo á að fara á jazz klúbb um kvöldið - Spennandi!!!!!!

Það var fundur með fótboltastelpunum í dag. Við verðum eiginlega ekki að æfa neitt þangað til eftir jól. Samt eitthvað smá....bara svona þægilegt. En svo er eitthvað geðveikt púl sem býður eftir jólafrí.....maður hefur samt bara gott af þessu, er þaggi? ;o) Stefnana er að reyna að fara í viku til 10 daga ferð annaðhvort yfir springbreak innanlands eða til evrópu í sumar!!! Ekkert smá spennandi en það verður erfitt að safna fyrir þessu. Þjálfarinn útvegaði okkur samt einhverja vinnu við að vera í gæslu á tónleikum og amerískum college fótboltaleikjum. Gæti bara verið gaman ef maður hittir á skemmtilega tónleika og stemmning að sjá fótboltaleik þó að maður sé ekki beint enn af áhorfendunum. Vona bara að það verði eitthvað úr þessu. Langar miklu frekar að fara til evrópu í sumar en að ferðast innanlands yfir springbreak sem er mesta djammvika skólaársins. Vil eiginlega frekar fara til flórida og sleikja sólina ;o)

Best samt að fara snemma í rúmmið í kvöld......langur en vonandi skemmtilegur dagur á morgun =)

Pease out..... lesendur svara

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Þessi Bandaríki eru alveg ótrúleg. Það er öllu lokað þegar "fellibylur á að koma", leyfarnar réttara sagt. En í dag er eiginlega meira rok heldur en í fellibylnum og ekkert gert. Þetta er samt ekki alveg það sem ég ætlaði að koma að. Alla vega þá er geðveikt rok úti núna en alls ekkert meira en maður er vanur af klakanum og allt fer í klessu. Sjónvarpið virkar ekki einu sinni (urrr). Og það sem meira er....það tekur þá alveg hræðilega langan tíma að hreinsa allt upp og gera við rafmagnið og svoleiðis svo að ég get núna búist við því að vera sjónvarpslaus í nokkra daga. Sjónvarpið virkaði nú alltaf í vondum veðrum heima ekki satt.....var bara í brjáluðustu veðrum þegar rafmagnið fór af að ekkert virkaði (skiljanlega). Eftir fellibylinn voru hús rafmagnslaus í viku eftir að hann gekk yfir!!!!!!!!! Pælið í því......

Alla vega vildi bara koma þessu að því að mig langaði til að horfa á sjónvarpið og gat það svo ekki út af lélegu kapalsambandi vegna roks!!!! arg :(
lesendur svara

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Ég er alveg að njóta þess að hafa engar æfingar í tætlur. Sef út á HVERJUM degi og bara hef það gott =) Þó að maður fari nú í ræktina á hverjum degi (þýðir ekkert að sitja á rassinum og gera alls ekki neitt ;) en þá getur maður að minnsta kosti ákveðið sjálfur hvenær maður vill fara.......

Ótrúlegt hvað ég er ekki búin að hafa neitt rosalega mikið að gera alla önnina hérna og svo koma þrír dagar sem ég hef allt að gera........fáránlegt. En ég komst samt yfir þetta allt og verkefnavinnan er að róast aftur en það er samt alltaf eitthvað að gera. En ég get að minnsta kosti ekki kvartað yfir of mikilli skólavinnu yfir önnina ;)

Ég sit hérna fyrir framan tölvuna en hausinn á mér er bara alveg tómu.....ég hef algjörlega ekkert að segja því að ég hef ekki gert annað en að læra undanfarna daga.........so bear with me ;)

En þangað til næst....... lesendur svara

sunnudagur, nóvember 09, 2003

......svona fór með sjóferð þá. Við töpuðum úrslitaleiknum í dag (sniff sniff). Fólk er skiljanlega í svona smá sjokki en það þýðir samt ekkert að gráta yfir þessu......þetta er búið og gert. Lítum svo á björtu hliðarnar, núna fáum við að minnsta kosti nokkra daga frí þangað til að eitthvað ógeðslegt púl byrjar....

Í staðinn er samt alveg ógeðslega mikið að gera. Á næstu þremur dögum eru fjögur próf, þarf að skila einni ritgerð og skýrslu. Ég held samt að ég þurfi ekkert að kvarta undan því hvað er mikið að gera í skólanum hjá mér því að ég held að það er mun meira að gera hjá ykkur HÍ hetjum. Vandamálið er bara að ég er ekki byrjuð á þessu. Er samt á bókasafninu núna eitthvað að reyna að læra en gengur ekkert of vel enda er ég bara eitthvað að dunda mér við að skrifa á bloggið. Í sannleika sagt þá hef ég alls enga einbeitningu núna, svona tapleikir fara frekar illa með mann að því leiti......

En jæja ætli það er best að reyna halda áfram með lærdóminn..........take care. lesendur svara

föstudagur, nóvember 07, 2003

Þvílík kaldhæðni.....ég kvartaði undan því í gær að brunabjallan fer í gang í tíma og ótíma. Hvað haldiði að hafið svo skeð. Jú rétt hjá ykkur, hún fór af stað tvisvar í gær....viljiði pæla. Fyrst fór hún í gang klukkan hálf níu um kvöldið en þá var mér svo sem sama því að ég var hvort sem er á leiðinni á bókasafnið. En svo fer hún aftur í gang klukka 2 um nóttina. Það versta var samt að í fyrst sinn var í alvörunni kviknað í. Það hafði kviknað í fötum í þurkara, ekki í minni byggingu reyndar en húsin eru öll samtengd svo að brunabjallan fer alltaf af stað í öllum húsunum (það eru 3 samtengd) svo að við máttum gjöra svo vel að húka úti í einn og hálfa klukkutíma. Ekki gaman. Sumir fóru nú samt verr út úr þessu en ég því að það er eitthvað svona vatnsdót í öllum herbergum og það fór af stað í sumum herbegjum......hefði ekki viljað að það gerðist fyrir mig. En það ógnvænlegasta var að það tók slökkvuliðið örugglega svona 45 mínútur að koma til að slökkva eldinn.

En að öðru mun mikilvægara.......við unnum Army í dag og keppum því í úrslitum á sunnudaginn á móti Navy. Mér finnst svolítið skrítið að við keppum við bæði the army og navy accademy. Veit ekki alveg afhverju en svona er þetta bara. Ef við vinnum á sunnudaginn förum við í the NCAA´s en í það fara öll liðin sem vinna deildirnar sínar......um 64 lið held ég og þá er að duga eða drepast því að það er útsláttarkeppni.

Eins og allir vita þá eru Bandaríkjamenn alltaf mjög snemma með allt og taka flest út í öfga. Gott dæmi um þetta er að jólaskreytingarnar eru byrjaðar að koma upp og jólaauglýsingarnar byrjaðar á fullu.........er þetta ekki heldur snemmt þar sem að það er næstum 2 mánuðir til jóla og þakkagjörðarhátíðin er á undan jólunum. Verður samt áhugavert að sjá hvernig þetta verður orðið svona 1. des......maður á ekki eftir að sjá neitt nema jóladót. Kannski er ástæðan fyrir því að ég vil ekki þessar auglýsingar svona snemma er að jólin þýða að ég fæ að fara heim og jóladótið minnir mig alltaf á það og þá fæ ég heimþrá.....

En svona að lokum fyrir Lord of the Rings aðdáendur þá er byrjað að auglýsa þriðju myndina þó að það er rúmlega mánuður þangað til hún verður frumsýnd og fólk er byrjað að kaupa miða á frumsýninguna nú þegar. Ég rétt missi af henni hérna, ég held að hún sé frumsýnd daginn eftir að ég fer heim......en ég sé hana þá bara heima, það er hvort sem er miklu betra =) lesendur svara

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Þessi heimavist getur stundum verið alveg óþolandi. Það er svo heitt úti núna að það er næstum ólíft í herbergunum, það er nefnilega búið að segja loftræstiguna á hita svo að það er bara hægt að opna gluggann til að kæla herbergið aðeins niður en þar sem það er heitt úti þá kemur ekki beint kalt loft inn.

Svo eru það nágrannar mínir. Þeir eru alltaf með svo mikil læti að ég get stundum ekki sofnað á kvöldin fyrir þeim og þegar ég loksins get sofnað vakna ég aftur út af lætunum í þeim. Þeir eru með play-station inni hjá sér og spila leiki í henni í tíma og ótíma og öskra alveg hræðilega hátt. Um helgar spila þeir svo bearpong endalaust og þá eru öskrin ekkert skárri.....svo angar herbergið þeirra af bjórlykt og þegar þeir opna hurðinga inn til þeirra til að lofta út úr herberginu angar allur gangurinn af ógeðslegri bjórlykt.

Svo finnst einhverjum rosalega sniðugt að setja brunabjölluna af stað um miðjar nætur....það er algjörlega óþolandi. Ég bý á 6. hæð svo að allir þurfa að labba niður alla stigana og þar sem það eru svo margir að fara út þá gengur þetta mjög hægt fyrir sig svo að ef það væri í alvörunni eldur þá erum við í vondum málum.....En brunabjallan hringir líka um miðjan daginn og bara í rauninni hvenær sem er.....mjög pirrandi.

En jæja nóg komið af kvörtunum, langaði samt bara að láta ykkur vita hvað maður þarf að þola hérna ;) En það er komið að undanúrslitaleiknum á morgun.....kominn svolítill kvíði í fólk, get bara ekki sagt annað. En jæja ég þarf að fara að koma mér í rúmmið. Þarf að vakna um 7 leytið á morgun. Venjulega þarf ég samt ekki að vakna fyrr en um 8 svo að manni finnst 7 mjög snemmt núna.....kaldhæðnislegt þar sem maður vaknaði hálf sjö alla morgna til að fara í skólann síðust 4 ár!!!

Whis us luck!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

lesendur svara

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Halló Halló

Það er ótrúlegt veður hérna í DC núna þessa dagana. Hátt í 30 stiga hiti í nóvember.....eitthvað sem Íslendingur er ekki vanur. Stelpurnar úti að spóka sig í stuttum pilsum, hlírabolum og sandölum og strákarnir kastandi amerískum fótbolta eða frispídisk á milli sín á grasflötinni fyrir framan skólahúsin. Algjör college stemmning =)

Myndin The American Wedding var sýnd hérna í skólanum í gær. Frekar fyndin mynd ha.....ótrúlegt hvað Jim er seinheppinn. Persónulega fannst mér samt farið of langt með sumt til að reyna að láta myndina vera fyndna. En það var allavega hægt að hlæja að henni ;)

Það er svo sem ekki mikið sem ég hef verið að gera síðan síðast sem ég skrifaði......bara nóg að verkefnum fyrir skólann og svo auðvitað fótboltaæfingar. Við erum á fullu að undirbúa okkur fyrir undanúrslitaleikinn á föstudaginn.......Wish us luck =)




lesendur svara

sunnudagur, nóvember 02, 2003

VIÐ UNNUM!!!!!!!!!!!!! Og erum þar af leiðandi komnar í undanúrslitin og keppum á heimavelli =) Leikurinn í dag var frábær.......við spiluðum reyndar ekki vel eins og við getum en við unnum og það er það sem skiptir máli. Leikurinn fór í framlengingu og reglurnar eru að gullmark vinnur þ.e. fyrsta liðið til að skora í framlengingunni vinnur. Við skoruðum beint úr horni.....glæsilegt mark........þetta var svo sætur sigur. Ég held að við keppum aftur við sama liðið á föstudaginn í undanúrslitunum. Þá er bara að vinna þær aftur, ekki satt.....Svo fengum við langt þráð frí á morgun =)

Eftir leikinn fór ég með Sam og Kristina í Georgetown og vorum eitthvað smá að taka upp þar. Það er rosalega fallegt þar. Allt er svona með evrópsku ívafi. Ef þú ætlar út að borða eða að djamma þá er Georgetown staðurinn til að fara á og það eru fullt af búðum þar líka. Næstum eins og Laugavegur Íslendinga ;) Svo er allt í haustlitunum núna og trén eru ótrúlega falleg, gul og rauð og stór...

Svo þegar ég kom heim þá hringdi Ingibjörg í mig og það var ekkert smá gott að heyra vinalega rödd.......dagurinn minn var sem sagt næstum því fullkominn =)

Pease out.... lesendur svara

laugardagur, nóvember 01, 2003

Frábær dagur sem ég átti í dag. Byrjaði á því að fara á æfingu sem var mjög skemmtileg. Svo fór ég með Sam og Kristinu, en það er fólkið sem er að gera þessa heimildarmynd um erlenda nemendur í Bandaríkjunum, að skoða monumentin þ.e.a.s. þau voru að mynda mig skoða og upplifa monumentin =) Manni líður alveg eins og kvikmyndastjörnu þegar Sam er að láta mig pósa fyrir framan monumentin, takandi myndir af mér og þegar við erum að taka eitthvað upp þá þarf ég oft að gera það sem ég á að gera oftar en einu sinni og þarft sífellt að endurtaka það sem ég er að segja ef honum finnst það vera eitthvað sem hann vill taka upp........getur samt verið pirrandi. Alla vega.... við skoðuðum þinghúsið, the washington monument, listasafnið og the Kenedy center en þar eru leikhús og óperur og svoleiðis.........svo er líka alveg frábært útsýni yfir Georgetown og öll monumentin þaðan. Ég sá líka Watergate húsið en hver hefur ekki heyrt um watergate hneykslið??? Þið getið skoðað myndir hérna

Veðrið er líka alveg ótrúlegt hérna í DC þessa dagana. Það er algjört sumarveður og mjög hlítt. Mun hlýrra en venjulega á þessum árstíma. Mér líður eins og það er ennþá ágúst =) frekar fyndið ha. lesendur svara
This page is powered by Blogger. Isn't yours?