laugardagur, nóvember 01, 2003
Frábær dagur sem ég átti í dag. Byrjaði á því að fara á æfingu sem var mjög skemmtileg. Svo fór ég með Sam og Kristinu, en það er fólkið sem er að gera þessa heimildarmynd um erlenda nemendur í Bandaríkjunum, að skoða monumentin þ.e.a.s. þau voru að mynda mig skoða og upplifa monumentin =) Manni líður alveg eins og kvikmyndastjörnu þegar Sam er að láta mig pósa fyrir framan monumentin, takandi myndir af mér og þegar við erum að taka eitthvað upp þá þarf ég oft að gera það sem ég á að gera oftar en einu sinni og þarft sífellt að endurtaka það sem ég er að segja ef honum finnst það vera eitthvað sem hann vill taka upp........getur samt verið pirrandi. Alla vega.... við skoðuðum þinghúsið, the washington monument, listasafnið og the Kenedy center en þar eru leikhús og óperur og svoleiðis.........svo er líka alveg frábært útsýni yfir Georgetown og öll monumentin þaðan. Ég sá líka Watergate húsið en hver hefur ekki heyrt um watergate hneykslið??? Þið getið skoðað myndir hérna
Veðrið er líka alveg ótrúlegt hérna í DC þessa dagana. Það er algjört sumarveður og mjög hlítt. Mun hlýrra en venjulega á þessum árstíma. Mér líður eins og það er ennþá ágúst =) frekar fyndið ha. lesendur svara
Veðrið er líka alveg ótrúlegt hérna í DC þessa dagana. Það er algjört sumarveður og mjög hlítt. Mun hlýrra en venjulega á þessum árstíma. Mér líður eins og það er ennþá ágúst =) frekar fyndið ha. lesendur svara
Comments:
Skrifa ummæli