föstudagur, janúar 30, 2004

Ég var orðin svolítið þreytt á þessu útliti sem ég var með svo að ég ákvað að breyta aðeins til =) Hvernig finnst ykkur??

Það er nú ekki mikið búið að gerast hérna undanfarna viku. Æðislegt að fá frí í skólanum á mánudaginn en það var samt ekki eins og maður slyppi við að læra. Svo er náttúrulega æfing á hverjum degi.....

Ég fékk email frá Íslenskri konu í gær. Sagðist hafa frétt af íslenskri stelpu hérna í skólanum fengið emailið mitt í gegnum skólann og vill endilega fá að hitta mig......svolítið fyndið ha. Ég er bara svo forvitin hvernig hún frétti af mér!!! Gaman að þessu samt ;) lesendur svara

mánudagur, janúar 26, 2004

SNOW DAY

Það er frí í skólanum í dag af því að það er snjór..........algjör tær snilld. Svolítið skrítið samt að fá frí í skólanum því að það er snjór og svo er heldur ekkert svo rosalega mikið af honum!!

New York er bara hreint æðisleg. Ég á bara ekki nógu sterkt orð til að lýsa því. Ég varð samt fyrir smá vonbrigðum með nýjársskrúðgönguna. Hún var alls ekki eins stór og ég bjóst við en samt mjög flott. Gaman að sjá drekana og svona. Svo var alveg hræðilega mikið af fólki þarna. Maður mátti nú teljast heppin að sjá eitthvað. Fyndið samt hvernig Kínahverfið er borg inni í borginni. Það er allt merkt á kínversku og fólkið talar helst ekki ensku......alla vega ekki góða ensku. Manni leið bara eins og maður væri í Kína......ekki það að ég hafi einhvern tímann komið þangað ;)

Sama gildir samt um litlu Ítalíu. Það hverfi er samt miklu minna en allt merkt á ítölsku og ítalski fáninn út um allt og náttúrulega góði ítalski maturinn.....uhmm. Við löbbuðum líka um Soho og kíktum aðeins inn á fínu galleríin. Ef maður gæti nú bara einhvern tímann keypt eitthvað þarna inn.........

En ég ætla að fara að leika mér í snjónum og njóta þess að vera í fríi.........
lesendur svara

laugardagur, janúar 24, 2004

Ég fór út að borgða og í leikhúsið í gær með sendiherrahjónunum og frænku þeirra. Æðislega sæt að bjóða mér með =) Við fórum að sjá Mamma Mía en það er ABBA söngleikur. Þetta var hrein snilld. Það var búinn til smá söguþráður í kringum lögin sem var mjög skemmtilegt. Það skapaðist engin smá stemmning í kringum þetta, fólk hreinlega stóð upp og byrjaði að dansa við lögin. Hrein snilld.

Svo er ég á leiðinni til New York á morgun....já aftur. Ég er að fara með hópi af fólki til að sjá hátíðarhöldin í kringum nýja árið hjá Kínverjum en þeir halda upp á það á morgun. Við leggjum af stað fyrir allar aldir í fyrramálið og komum svo aftur heim annað kvöld. Verður samt örugglega rosa gaman að sjá skrúðgönguna með drekunum og öllu þessu.....þið vitið öll um hvað ég er að tala!!!

En jæja best að reyna að gera eitthvað úr því að ég verð ekki heima allan daginn á morgun.........pease out lesendur svara

þriðjudagur, janúar 20, 2004

úff.....fyrsta æfing vorannarinnar var í morgun. Í stuttu máli sagt þá gátum við varla labbað eftir hana og hvað þá lyft höndunum. Við erum samt ekki byrjaðar að hlaupunum, lyftum bara í dag........

En alla vega, nóg um það. Þegar ég kom heim af æfingu þá var ég búin að fá email frá Sam (sá sem er að sjá um international student verkefnið). Íslenski sendiherran hafði hringt í hann og vildi fá að hitta hann því að frænka hans var að hugsa um að sækja um skólann. Sam vildi sem sagt að ég kæmi líka til að tala við hana um skólann og svona. Það endaði sem sagt með því að þau buðu mér að koma heim með sér í sendiherrabústaðinn en þau búa mjög nálægt skólanum. Þau bara með einkabílsstjóra á einhverri rosalegri glæsikerru. Og húsið var.... já alveg ólýsanlegt. Á þremur hæðum með fullt af aukasvefnherbergjum og nokkrum setustofum í fínasta hverfi D.C. Svo var mín bara keyrð aftur í skólann aftur í glæsikerrunni í leiðinni því að sendiherrann var að fara að hlusta á Bush halda ræðu - state of the union!!!! Þetta er einhver árlegur atburður þegar forsetinn ávarpar þingið (og greinilega sendiherra) til að tala um hluti sem hann ætlar að gera - þarf að gera öllu heldur- á árinu og atburði síðasta árs........eitthvað svoleiðis alla vega, veit samt ekki almennilega út á hvað þetta gengur!

Ok ég er að horfa á þessa blessuðu ræðu Bush akkúrat núna. Það er búist við 50 mínútna ræðu.....ekki furða, hann nær varla að klára eina setningu áður en fólkið stendur upp og klappar já nei sorry bara repuplicanar.......skrípaleikur!!!! Democratar standa upp og klappa ef þeir eru ánægðir með það sem hann er að segir þó!!

En ég fékk tækifæri til að spyrja sendiherrann hvað hann gerir, hvað hans hlutverk er og svoleiðs.......sendiherrar gera mun meira en mig hefði nokkurntímann getað órað fyrir. Ég talaði líka helling við frænku hans en hún er ári eldri en ég og auðvitað áttum við sameiginlega kunningja - litla Ísland stendur enn undir nafni ;)

P.S. Ég er búin að setja nokkrar myndir á netið, bæði frá NY og djammi um helgina en á föstudagskvöldð kíkt ég aðeins á djammið með fólki sem er með mér í stærðfræði en á laugardagskvöldið fór ég út að borða og í keilu með nokkrum vinkonum mínum.......rosa stuð. Klikkið hérna til að sjá myndirnar. lesendur svara

föstudagur, janúar 16, 2004

Jæja.....það er orðið svolítið mikið langt síðan ég skrifaði hérna síðast já og margt búið að gerast. Ég ætla nú samt ekki að fara að skrifa einhverja ritgerð hérna um hversu gaman var að koma heim um jólin. Vil samt segja að það var alveg æðislegt að hitta ykkur öll aftur =)

Nú er ég komin aftur til D.C. og skólinn byrjaður og allt. Sigga frænka fór heim í gær en hún var hérna hjá mér í viku. Æðislegt að fá hana í heimsókn =) Við skoðuðum fullt af hlutum hérna í D.C. eins og hvíta húsið, ráðhúsið, Lincon memorial og fleira. Toppurinn var samt þegar við fórum til New York um síðust helgi. Guð minn góður.....þið sem hafið farið þangað vitið hvað ég á við en þið sem hafið aldrei komið.........þið bara verðið að fara!!!!! Það er bara skilda!! Það var nú búið að var mig við að borgin væri alveg rosalega stór og hver skýjakljúfurinn á fætur öðrum en fyrr má nú aldeilis fyrr vera! Hún er svona 100x stærri en ég MÖGULEGA gat ímyndað mér!

Alla vega þá fórum við að skoða The Empire state bygginguna og fórum meira að segja upp í hana líka og sáum yfir alla borgina! Alveg hreint magnað. Við fórum að versla á the 5 th avenue eins og allt fína fólkið ;) við sáum frelsisstyttuna og fórum á skauta í The rockfeller center og röltum um í Central Park!! Og já við fórum líka og skoðuðum auða svæðið þar sem Tvíburaturnarinir voru. Þó að maður sjái þetta þá skilur maður engan veginn hveru miklar hörmungar þetta voru. Það eru ennþá hús þarna í kring sem eru bara í rústum. Þetta er eins og maður sér í fréttunum frá stöðum þar sem stríð er eða hefur verið!! Þetta er alveg hræðilegt.

En sem sagt alveg hreint frábær dagur í heildina. Það eina sem skyggði á var að það er náttúrulega janúar og það verður alveg hrikaleg kalt í New York eins og flestir vita. Ég held að ég hafi aldrei upplifað annað eins. Við vorum náttúrulega úti allan daginn en mér er alveg sama það var alveg hrillilega kallt. Við þurftum að flýja inn í búð með ákveðnu millibili svona aðeins til að geta fundið fyrir lærunum!!!

Ég ætla nú að láta þetta duga í bili en ætlunin er að setja myndir frá ferðinni sem fyrst á netið!!

Peace out......
lesendur svara
This page is powered by Blogger. Isn't yours?