laugardagur, janúar 24, 2004

Ég fór út að borgða og í leikhúsið í gær með sendiherrahjónunum og frænku þeirra. Æðislega sæt að bjóða mér með =) Við fórum að sjá Mamma Mía en það er ABBA söngleikur. Þetta var hrein snilld. Það var búinn til smá söguþráður í kringum lögin sem var mjög skemmtilegt. Það skapaðist engin smá stemmning í kringum þetta, fólk hreinlega stóð upp og byrjaði að dansa við lögin. Hrein snilld.

Svo er ég á leiðinni til New York á morgun....já aftur. Ég er að fara með hópi af fólki til að sjá hátíðarhöldin í kringum nýja árið hjá Kínverjum en þeir halda upp á það á morgun. Við leggjum af stað fyrir allar aldir í fyrramálið og komum svo aftur heim annað kvöld. Verður samt örugglega rosa gaman að sjá skrúðgönguna með drekunum og öllu þessu.....þið vitið öll um hvað ég er að tala!!!

En jæja best að reyna að gera eitthvað úr því að ég verð ekki heima allan daginn á morgun.........pease out lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?