föstudagur, október 31, 2003

HAPPY HALLOWEEN

Við höfum afmælisbarn í dag.......til hamingju með afmælið Björn =)

Það er allt iðandi af lífi hérna á kampus núna....margir komnir í búninga af öllum stærðum og gerðum - sá meira að segja einn víking ;) Ótrúlegt hvað margir eru í virkilega flottum búningum og hafa greinilega eitt svolitlum pening í þá. Ég náttúrulega hef úr engu að moða hérna svo að ég var rosalega frumlega og klæddi mig upp sem knattspyrnuhetju úr Haukum heheheh. Flott ha.
Skólinn er skreyttur út um allt. Möguneitið og veitingastaðirnir eru í Halloween búningi og öll húsin í nágrenninu líka. Margir fóru meira að segja að trick or treat í nágrenninu. Flest sendiráðin eru líka hérna nálægt svo að margir fóru þangað. Manni líður bara eins og maður er orðin 10 ára aftur og fór í Mónu og Góu og allar þessar nammiverksmiðjur á öskudaginn til að syngja og sníkja nammi.......það voru góðir dagar.

lesendur svara
Ég var að skoða þraukarasíðuna.......svona smá til að rifja upp góðar minningar frá því í sumar. Ég rakst á þetta mjög skemmtilega próf "Hvaða Þraukari ert þú?" Ég var auðvitað ég sjálf..........I better be!! Endilega takið prófið og segið mér hvaða þraukari þið eruð!!!!!

Inga
TU ERT INGA! Tu ert algjort yndi. Roleg og skynsom
(olikt flestum Traukurum). Tu myndir aldrei
gera flugu mein.


Hvada Traukari ert tu?
brought to you by Quizilla
lesendur svara

fimmtudagur, október 30, 2003

Er til eitthvað meira amerískt en að skera grasker.......örugglega en það er samt alveg rosalega amerískt. Alla vega þá fór ég að skera út grasker áðan ásamt nokkrum öðrum krökkum. Það var geðveikt gaman en það kom mér samt á óvart hversu erfitt það var. Þið getið séð afraksturinn í myndaalbúminu mínu. (Það er linkur til vinstri)

En það er víst kominn tími til að fara að halla sér....... take care. lesendur svara
Mamma mín sendi mér póst í gær sem er svo sem ekki frásögu færandi nema það að hún segir mér að í firðinum er jörðin orðin alhvít. Ég get ekki neitað því að heimþráin hafi gusast svolítið yfir mig enda fer ég á æfingu hérna á hvernum degi á stuttbuxum og bol og oftar en ekki í sólskini. Það er svolítið skrítin tilfinning sérstaklega þar sem það er næstum því kominn nóvember og maður vanur mun meiri kulda en er hérna þessa stundina - og myrkri.

Það er eitt hérna sem ég á frekar erfitt með að venjast. Fyrir hvern einn og einast leik röðum við okkur upp í röð og Bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður. Það er mjög skrítið að standa þarna og hlusta á þjóðsöng annarrar þjóðar eins og hann ætti að vera minn eigin. Ég er samt alltaf að bíða eftir því að allir leggi höndina svona á brjóstið eins og maður sér í öllum bandarískum bíómyndum en það bara gerist aldrei.......kom mér á óvart.

Jæja þá er komið að því, Halloween á morgun og skera út grasker í dag. Verður örugglega geðveikt gaman. Ég er samt geðveikt svekkt út af einu. Það er búið að skipuleggja þetta rosa partý fyrir alla skólana hérna í nágrenninu; American, Georgetown, George Washington og einhverja fleiri held ég en nei ég æfi fótbolta og má þess vegna ekki fara :/ ég er ógeðslega fúl því að mér var búið að hlakka geðveikt mikið til. Fyrsta Halloween fer í vaskinn og það er ekkert sem ég get gert í því. Það er eins gott að við vinnum leikinn á sunnudaginn!!!!!!

Njótið snjósins fyrir mig ...... lesendur svara

þriðjudagur, október 28, 2003

Eruð þið ekki stolt af mér, mín bara setur upp kommentakerfi eins og ekkert sé. Nokkuð gott ha. Alla vega er þetta mikið afrek fyrir mig =)

Þjálfarinn minn er ekkert búin að vera smá uppstökkur þessa dagana. Í morgun öskraði hann á okkur af því að honum fannst boltarnir vera of linir (sem þeir voru ekki) og skipaði okkur nýnemunum að fara inn og pumpa í þá svo að þeir voru grjótharðir sem er ekki mjög gott. Hann er eitthvað svo stressaður þessa dagana því að ef við vinnum síðasta deildarleikinn okkar á sunnudaginn verðum við í efsta sæti í deildinni okkar og fáum að halda úrslitamótið. Fjögur efstu liðin úr deildinni komast í úrslitamótið sem er eiginlega bara undanúrslita og úrslitaleikir. Ástæðan fyrir því að þetta er svo mikið mál því að við erum hvort sem er búnar að tryggja okkur í undanúrslitin er að ef við töpum þurfum við að fara eitthvert annað til að keppa á þessu móti og við erum ekki beint æstar í að þurfa að keyra kannski 8 klukkutíma lengst upp í New York fylki eða Pennsilvaniu þar sem er miklu kaldara en hér og keppa þar.

Ég ætla nú ekki að leiða ykkur of mikið með fótbolta en þið verðið að þola mig því að ég geri nú ekki mikið meira en að spila fótbolta. Jú jú ég fer í tíma líka en það er ekki eins og það gerist nokkurn tímann eitthvað skemmtilegt þar.

Halloween er á föstudaginn gaman gaman. Það eru allir að finna sér búninga og eitthvað voða vesen en ég hef nú ekki beint efni á að leigja mér einhvern búning og hvað þá tíma til að fara niður í bæ og finna búningaleigu og leiga búning svo að ef þið hafið einhverjar góðar uppástungur um góðan heimatilbúinn búning fyrir mig þá verða þær þegnar með þökkum =)

Svo á fimmtudaginn fæ ég að skera út grasker.....orðin ýkt spennt. Hey það er ekki eins og maður fái tækifæri til þess á hverjum degi ;)

Pease out.....
lesendur svara

sunnudagur, október 26, 2003

Úff loksins náði ég að laga litina hérna á síðunni. Það tók ekkert smá langan tíma en hey við hverju býst maður svo sem þar sem maður kann ekkert á tölvur og hvað þá eitthvað html mál. En alla vega nóg um það.

Við kepptum við Bucknell University á laugardaginn og unnum 3-0 takk fyrir. Við fórum á föstudaginn svo að við gistum eina nótt. Um kvöldið klæddu 3 stelpur sig eins og innbrotsþjófar með lambhúshettur og allt. Svo bankaði ein á hurðina hjá öllum þjálförunum og sjúkraþjálfaranum til að fá þau til að opna svo réðust þær inn og spreyjuðu einhverju svona dóti á þau. Það var ekkert smá fyndið, við lágum allar í kasti þegar við sáum svipinn á þeim. Þjálförunum fannst þetta rosalega fyndið líka, einn hélt meira að segja í smá stund að það væri verið að ræna hann í alvörunni. Sjúkraþjálfarinn var samt ekki beint ánægður og skipaði okkur að þrífa eftir okkur, þetta var samt svo þess virði. Leikmenn 1 þjálfarar 0 hehehehehe. Vona bara að við þurfum ekki að taka einhverja spretti fyrir þetta á æfingu á morgun ;)

Í nótt var skipt yfir á vetrartíma svo að í morgun þegar ég vaknaði seinkaði ég klukkunni um einn klukkutíma. Frekar gott að fá að sofa auka klukkutíma..... en í staðinn er þetta búið að vera extra langur dagur svo að ég ætla að fara að halla mér. Góða nótt og sofið rótt og eins og ameríkarnir segja það; good night, sleep tight and don´t let the bed bugs bite. lesendur svara
Jæja þá er ég loksins komin með blogg eftir mikla pressu frá Laufeyju en hún valdi einmitt nafnið á bloggið mitt. Ég lofa engu um hversu dugleg ég verð að skrifa inn á þessa síðu en ég skal reyna mitt besta. Svo stefni ég á það að bæta við hlutum svona smátt og smátt en vinsamlegast verið þolinmóð ;) lesendur svara
This page is powered by Blogger. Isn't yours?