sunnudagur, október 26, 2003

Úff loksins náði ég að laga litina hérna á síðunni. Það tók ekkert smá langan tíma en hey við hverju býst maður svo sem þar sem maður kann ekkert á tölvur og hvað þá eitthvað html mál. En alla vega nóg um það.

Við kepptum við Bucknell University á laugardaginn og unnum 3-0 takk fyrir. Við fórum á föstudaginn svo að við gistum eina nótt. Um kvöldið klæddu 3 stelpur sig eins og innbrotsþjófar með lambhúshettur og allt. Svo bankaði ein á hurðina hjá öllum þjálförunum og sjúkraþjálfaranum til að fá þau til að opna svo réðust þær inn og spreyjuðu einhverju svona dóti á þau. Það var ekkert smá fyndið, við lágum allar í kasti þegar við sáum svipinn á þeim. Þjálförunum fannst þetta rosalega fyndið líka, einn hélt meira að segja í smá stund að það væri verið að ræna hann í alvörunni. Sjúkraþjálfarinn var samt ekki beint ánægður og skipaði okkur að þrífa eftir okkur, þetta var samt svo þess virði. Leikmenn 1 þjálfarar 0 hehehehehe. Vona bara að við þurfum ekki að taka einhverja spretti fyrir þetta á æfingu á morgun ;)

Í nótt var skipt yfir á vetrartíma svo að í morgun þegar ég vaknaði seinkaði ég klukkunni um einn klukkutíma. Frekar gott að fá að sofa auka klukkutíma..... en í staðinn er þetta búið að vera extra langur dagur svo að ég ætla að fara að halla mér. Góða nótt og sofið rótt og eins og ameríkarnir segja það; good night, sleep tight and don´t let the bed bugs bite. lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?