fimmtudagur, apríl 29, 2004

LOKSINS

Jæja þá er mín loksins komin með flugmiða heim.......var næstum farin að halda að ég yrði bara föst hérna. Sem betur fer þá varð það ekki alveg svo slæmt og mín lendir snemma að morgni ellefta maí. Húrra. Ég hef bara aldrei verið búin svona snemma í skólanum. Vön að vera í prófum uppí MR alveg langt fram í endaðan maí. Gott mál bara.

Stend frammi fyrir stórum ákvörðum þessa dagana. Fyrir nokkrum dögum síðan þá sá ég fram á atvinnulaust sumar heima á íslandi en núna þarf ég að velja á milli tveggja starft.............ég get verið á hóteli uppá Bifröst eða á sama stað og síðasta sumar, í Iðnmark - ekki skemmtilegasta vinna í heimi en frábær vinnutími.

Svo er þjálfari í skóla í Alabama ennþá að pressa á mig að koma að minnsta kosti í eina önn og athuga hvernig mér líkar þar. Ég var búin að segja honum að ég vildi ekki koma því að ég var alveg búin að fá uppí háls á fótbolta og ætlaði bara í HÍ í haust. En núna er ég bara alls ekki viss!!!!!! HJÁLP

Svo núna sit ég bara og veg og met en kemst ekki að neinni niðurstöðu............hjálp er meira en vel þegin. Takk fyrir!!!!

Annars er svo sem ekki mikið að frétta af mér. Fer í fyrsta prófið mitt á morgun í línulegri algebru. Ætti ekki að vera mikið vandamál. Á reyndar eftir að skrifa ritgerð sem er lokapróf í einum tímanum fyrir morgundaginn......það reddast nú eins og allt þó að ég sé varla byrjuð og klukkan farin að ganga tvö. Ég ætti kannski að fara að byrja...........

.............pease lesendur svara

miðvikudagur, apríl 28, 2004


Sjáðu hvaða týpa þú ert

................ég veit nú ekki alveg lesendur svara

föstudagur, apríl 16, 2004

Jæja kannski kominn tími til að segja eitthvað hérna. Orðin smá stund síðan ég lét í mér heyra.

Mamma, amma, afi og Jói komu í heimsókn yfir páskana. Ekkert smá gott að sjá þau!! Við gerður bara þetta venjulega túristadót: skoðuðum minnismerkin, hvíta húsið og svona. Svo var náttlega verslað smávegis, samt ekkert rosa mikið, eins og vani er í útlöndunum.

Veit samt ekki hvað þetta er með íslendinga og að koma vonda veðrið með sér hingað. Það var bara skítakuldi þegar þau voru hérna en daginn eftir að þau fóru var kominn 20 stiga hiti og sól!!!

Það var síðasti dagurinn til að skila skattaskýrslunum hérna í dag. Og auðvitað var ég á síðustu stundu eins og venjulega. Það var samt ekkert mér að kenna því að ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég átti að fara að þessu og svo gat bara enginn hjálpað mér. Ég hringdi meira að segja upp á skattastofuna hérna og þau gátu ekki einu sinni svarað mér. Svo að ég varð bara að gjöra svo vel að setja það sem ég hélt að væri réttast. Vona að þetta hafi verið rétt hjá mér :/ En svo af því að ég var svolítið sein að setja þetta í póst varð ég að fara upp á pósthús sem er smá spöl í burtu til að setja þetta í póst því að pósthúsin hérna voru opin til 12 á miðnætti í gær til að gefa fólki eins og mér tækifæri til að skila þessu inn á réttum tíma. En ekki nóg með það þá var starfsfólk sem stóð á gangstéttinni til að taka við skattaskýrslum hjá fólki sem keyrði hjá!!!!!!! Svo var boðið upp á fría pizzu og smákökur fyrir fólk sem labbaði inn!!!!!! Sæjuð þið þetta fyrir ykkur heima á Íslandi?.........nei ekki alveg.

Síðasti vorleikurinn okkar er á sunnudaginn. Það eru reyndar tvær en annar leikurinn er svona alumni leikur en þá spiluð við við stelpur sem voru í liðinu en eru að útskrifast eða eru búnar að útskrifast. Það ætti að vera gaman..... Svo eru bara engar fleiri æfingar.......

......pease out

lesendur svara

mánudagur, apríl 05, 2004

Ég held að þessi helgi hafi bara verið sú einna rólegasta sem ég hef upplifað í langan tíma. Ég gerði barasta ekki neitt. Jú ég lærði nú einhvern slatta, svaf og horfði á sjónvarpið. Það var nú ekki mikið meira en það. Frekar sorglegt ég veit en bókstaflega allur skólinn var bara sofandi um helgina. Það var bara ekkert að gerast. Það var meira að segja hljóð á hæðinni minn og þá er nú mikið sagt......

Ég hef alls ekkert að segja þannig að ég ætla bara að hætta þessu bulli.................pease out! lesendur svara

föstudagur, apríl 02, 2004

Happy April´s fools day

Ég verð að segja að þetta hefur örugglega verið áhugaverðasti 1. apríl sem ég hef upplifað. Ekki af því að svo margir plötuðu mig eða að ég hafi platað nokkurn mann......þetta var bara eitthvað svo áhugaverður dagur.

Það var æfing í morgun. Svo sem ekki til frásögu færandi nema að það rigndi í alla nótt og í allan dag líka. Völlurinn var sem sagt bara einn pollur. Ali, ein stelpa í liðinu renndi sér á maganum í gegnum einn stærsta pollin. Það var sko mikið hlegið.....hún var algjörlega ein drulla frá toppi til táar. Svo þegar við fórum að spila þá var það bara ekki hægt. Maður sparkaði í boltann og hann fór kannski 2 metra og svo stoppaði hann bara......þetta varð sem sagt frekar stutt æfing.

Ég lagði mig í dag.....sem er svo sem heldur ekki neitt frásögu færandi. Nema hvað....þegar ég vaknaði var ég eitthvað voða dofin og rugluð. Var búin að vera að dreyma einhvern skrítin draum sem ég get reyndar ekki fyrir mitt litla líf munað núna....en alla vega þá vakna ég við vekjaraklukkuna mína. Ég athugaði hvað klukkan var og þá var hún korter yfir 3. Ég bara trúið því ekki.......ekki spyrja mig afhverju. Fannst eins og hún væri bara eitthvað allt annað. Svo ég spyr Katie sem situr við skifborðið sitt og er að læra hvað klukka sé......á íslensku!!!!! Hún horfði bara á mig......hafði náttlega ekki hugmynd um hvað ég var að segja. Þegar ég loksins fattaði að ég hafði spurt á íslensku spurði ég hana hvað klukkan var aftur. Klukkan hennar var náttlega það sama og mín. Ég var ekkert smá áttavillt. Vissi ekki alveg afhverju ég var vakandi klukkan korter yfir 3.........fannst eins og ég væri búin að sofa yfir mig eða eitthvað. Það tók mig örugglega alveg 5 mínútur að átta mig á því hvar ég var og að klukkan var korter yfir 3 að degi til og ég átti að mæta í tíma eftir nokkrar mínútur............svona getur maður verið ruglaður þegar maður vaknar. Ég hló samt lengi á eftir því að svipurinn á Katie þegar ég talaði óvart íslensku við hana var ekkert smá fyndin. Hún var alveg....Inga nei þú ert ekki að tala íslensku við mig!!!!!!!! hahahahahahahahaha

Ég held að ég hafi aldrei verið plötuð jafnillilega og í dag. Amy vinkona mín er með svona dagbók á netinu svipað og ég kíkið á hana hérna. Hún sem sagt laug að öllum að hún væri ólétt!!!!!!!! Hún fékk 2 góðar vinkonur sínar í lið með sér og systur sína.....ég hefði aldrei trúað þessu ef þær hefðu ekki stutt söguna. Mér fannst þetta svo ólíklegt því að hún skrifaði þetta á netið þar sem hver sem er getur lesið þetta. En svo vill maður ekki vera að spyrja hvort að þetta sé ekki bara aprílgabb......ég meina hvað ef hún hefði í alvörunni verið ólétt!!!!!!!!! Þetta er eitthvað svo persónulegt að maður þorir ekkert að spyrja að einhverju svoleiðis. Ég fékk alveg áfall þegar ég las dagbókina hennar. Spurði nokkra vini mína hvort þeir vissu eitthvað um þetta en þeir komu með sömu viðbrögð og ég. Trúðu þessu ekki alveg en við gátum náttlega ekki verið alveg viss.

Vel heppnað gabb hjá henni samt......það trúðu þessu að minnsta kosti allir.......en í alvöru.......hver myndi vilja ljúga því að maður væri óléttur bara til að plata einhverja á 1. apríl......jájá allt í lagi ég viðurkenni alveg að ég er svolítið pirruð að hafa fallið á þessu!!!!! Munduð þig ekki vera það líka??????

.......................hverjum datt samt í hug að hafa 1. apríl sem hrekkjudag?????

lesendur svara
This page is powered by Blogger. Isn't yours?