föstudagur, apríl 02, 2004

Happy April´s fools day

Ég verð að segja að þetta hefur örugglega verið áhugaverðasti 1. apríl sem ég hef upplifað. Ekki af því að svo margir plötuðu mig eða að ég hafi platað nokkurn mann......þetta var bara eitthvað svo áhugaverður dagur.

Það var æfing í morgun. Svo sem ekki til frásögu færandi nema að það rigndi í alla nótt og í allan dag líka. Völlurinn var sem sagt bara einn pollur. Ali, ein stelpa í liðinu renndi sér á maganum í gegnum einn stærsta pollin. Það var sko mikið hlegið.....hún var algjörlega ein drulla frá toppi til táar. Svo þegar við fórum að spila þá var það bara ekki hægt. Maður sparkaði í boltann og hann fór kannski 2 metra og svo stoppaði hann bara......þetta varð sem sagt frekar stutt æfing.

Ég lagði mig í dag.....sem er svo sem heldur ekki neitt frásögu færandi. Nema hvað....þegar ég vaknaði var ég eitthvað voða dofin og rugluð. Var búin að vera að dreyma einhvern skrítin draum sem ég get reyndar ekki fyrir mitt litla líf munað núna....en alla vega þá vakna ég við vekjaraklukkuna mína. Ég athugaði hvað klukkan var og þá var hún korter yfir 3. Ég bara trúið því ekki.......ekki spyrja mig afhverju. Fannst eins og hún væri bara eitthvað allt annað. Svo ég spyr Katie sem situr við skifborðið sitt og er að læra hvað klukka sé......á íslensku!!!!! Hún horfði bara á mig......hafði náttlega ekki hugmynd um hvað ég var að segja. Þegar ég loksins fattaði að ég hafði spurt á íslensku spurði ég hana hvað klukkan var aftur. Klukkan hennar var náttlega það sama og mín. Ég var ekkert smá áttavillt. Vissi ekki alveg afhverju ég var vakandi klukkan korter yfir 3.........fannst eins og ég væri búin að sofa yfir mig eða eitthvað. Það tók mig örugglega alveg 5 mínútur að átta mig á því hvar ég var og að klukkan var korter yfir 3 að degi til og ég átti að mæta í tíma eftir nokkrar mínútur............svona getur maður verið ruglaður þegar maður vaknar. Ég hló samt lengi á eftir því að svipurinn á Katie þegar ég talaði óvart íslensku við hana var ekkert smá fyndin. Hún var alveg....Inga nei þú ert ekki að tala íslensku við mig!!!!!!!! hahahahahahahahaha

Ég held að ég hafi aldrei verið plötuð jafnillilega og í dag. Amy vinkona mín er með svona dagbók á netinu svipað og ég kíkið á hana hérna. Hún sem sagt laug að öllum að hún væri ólétt!!!!!!!! Hún fékk 2 góðar vinkonur sínar í lið með sér og systur sína.....ég hefði aldrei trúað þessu ef þær hefðu ekki stutt söguna. Mér fannst þetta svo ólíklegt því að hún skrifaði þetta á netið þar sem hver sem er getur lesið þetta. En svo vill maður ekki vera að spyrja hvort að þetta sé ekki bara aprílgabb......ég meina hvað ef hún hefði í alvörunni verið ólétt!!!!!!!!! Þetta er eitthvað svo persónulegt að maður þorir ekkert að spyrja að einhverju svoleiðis. Ég fékk alveg áfall þegar ég las dagbókina hennar. Spurði nokkra vini mína hvort þeir vissu eitthvað um þetta en þeir komu með sömu viðbrögð og ég. Trúðu þessu ekki alveg en við gátum náttlega ekki verið alveg viss.

Vel heppnað gabb hjá henni samt......það trúðu þessu að minnsta kosti allir.......en í alvöru.......hver myndi vilja ljúga því að maður væri óléttur bara til að plata einhverja á 1. apríl......jájá allt í lagi ég viðurkenni alveg að ég er svolítið pirruð að hafa fallið á þessu!!!!! Munduð þig ekki vera það líka??????

.......................hverjum datt samt í hug að hafa 1. apríl sem hrekkjudag?????

lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?