fimmtudagur, apríl 29, 2004

LOKSINS

Jæja þá er mín loksins komin með flugmiða heim.......var næstum farin að halda að ég yrði bara föst hérna. Sem betur fer þá varð það ekki alveg svo slæmt og mín lendir snemma að morgni ellefta maí. Húrra. Ég hef bara aldrei verið búin svona snemma í skólanum. Vön að vera í prófum uppí MR alveg langt fram í endaðan maí. Gott mál bara.

Stend frammi fyrir stórum ákvörðum þessa dagana. Fyrir nokkrum dögum síðan þá sá ég fram á atvinnulaust sumar heima á íslandi en núna þarf ég að velja á milli tveggja starft.............ég get verið á hóteli uppá Bifröst eða á sama stað og síðasta sumar, í Iðnmark - ekki skemmtilegasta vinna í heimi en frábær vinnutími.

Svo er þjálfari í skóla í Alabama ennþá að pressa á mig að koma að minnsta kosti í eina önn og athuga hvernig mér líkar þar. Ég var búin að segja honum að ég vildi ekki koma því að ég var alveg búin að fá uppí háls á fótbolta og ætlaði bara í HÍ í haust. En núna er ég bara alls ekki viss!!!!!! HJÁLP

Svo núna sit ég bara og veg og met en kemst ekki að neinni niðurstöðu............hjálp er meira en vel þegin. Takk fyrir!!!!

Annars er svo sem ekki mikið að frétta af mér. Fer í fyrsta prófið mitt á morgun í línulegri algebru. Ætti ekki að vera mikið vandamál. Á reyndar eftir að skrifa ritgerð sem er lokapróf í einum tímanum fyrir morgundaginn......það reddast nú eins og allt þó að ég sé varla byrjuð og klukkan farin að ganga tvö. Ég ætti kannski að fara að byrja...........

.............pease lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?