fimmtudagur, október 30, 2003

Mamma mín sendi mér póst í gær sem er svo sem ekki frásögu færandi nema það að hún segir mér að í firðinum er jörðin orðin alhvít. Ég get ekki neitað því að heimþráin hafi gusast svolítið yfir mig enda fer ég á æfingu hérna á hvernum degi á stuttbuxum og bol og oftar en ekki í sólskini. Það er svolítið skrítin tilfinning sérstaklega þar sem það er næstum því kominn nóvember og maður vanur mun meiri kulda en er hérna þessa stundina - og myrkri.

Það er eitt hérna sem ég á frekar erfitt með að venjast. Fyrir hvern einn og einast leik röðum við okkur upp í röð og Bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður. Það er mjög skrítið að standa þarna og hlusta á þjóðsöng annarrar þjóðar eins og hann ætti að vera minn eigin. Ég er samt alltaf að bíða eftir því að allir leggi höndina svona á brjóstið eins og maður sér í öllum bandarískum bíómyndum en það bara gerist aldrei.......kom mér á óvart.

Jæja þá er komið að því, Halloween á morgun og skera út grasker í dag. Verður örugglega geðveikt gaman. Ég er samt geðveikt svekkt út af einu. Það er búið að skipuleggja þetta rosa partý fyrir alla skólana hérna í nágrenninu; American, Georgetown, George Washington og einhverja fleiri held ég en nei ég æfi fótbolta og má þess vegna ekki fara :/ ég er ógeðslega fúl því að mér var búið að hlakka geðveikt mikið til. Fyrsta Halloween fer í vaskinn og það er ekkert sem ég get gert í því. Það er eins gott að við vinnum leikinn á sunnudaginn!!!!!!

Njótið snjósins fyrir mig ...... lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?