þriðjudagur, október 28, 2003
Eruð þið ekki stolt af mér, mín bara setur upp kommentakerfi eins og ekkert sé. Nokkuð gott ha. Alla vega er þetta mikið afrek fyrir mig =)
Þjálfarinn minn er ekkert búin að vera smá uppstökkur þessa dagana. Í morgun öskraði hann á okkur af því að honum fannst boltarnir vera of linir (sem þeir voru ekki) og skipaði okkur nýnemunum að fara inn og pumpa í þá svo að þeir voru grjótharðir sem er ekki mjög gott. Hann er eitthvað svo stressaður þessa dagana því að ef við vinnum síðasta deildarleikinn okkar á sunnudaginn verðum við í efsta sæti í deildinni okkar og fáum að halda úrslitamótið. Fjögur efstu liðin úr deildinni komast í úrslitamótið sem er eiginlega bara undanúrslita og úrslitaleikir. Ástæðan fyrir því að þetta er svo mikið mál því að við erum hvort sem er búnar að tryggja okkur í undanúrslitin er að ef við töpum þurfum við að fara eitthvert annað til að keppa á þessu móti og við erum ekki beint æstar í að þurfa að keyra kannski 8 klukkutíma lengst upp í New York fylki eða Pennsilvaniu þar sem er miklu kaldara en hér og keppa þar.
Ég ætla nú ekki að leiða ykkur of mikið með fótbolta en þið verðið að þola mig því að ég geri nú ekki mikið meira en að spila fótbolta. Jú jú ég fer í tíma líka en það er ekki eins og það gerist nokkurn tímann eitthvað skemmtilegt þar.
Halloween er á föstudaginn gaman gaman. Það eru allir að finna sér búninga og eitthvað voða vesen en ég hef nú ekki beint efni á að leigja mér einhvern búning og hvað þá tíma til að fara niður í bæ og finna búningaleigu og leiga búning svo að ef þið hafið einhverjar góðar uppástungur um góðan heimatilbúinn búning fyrir mig þá verða þær þegnar með þökkum =)
Svo á fimmtudaginn fæ ég að skera út grasker.....orðin ýkt spennt. Hey það er ekki eins og maður fái tækifæri til þess á hverjum degi ;)
Pease out.....
lesendur svara
Þjálfarinn minn er ekkert búin að vera smá uppstökkur þessa dagana. Í morgun öskraði hann á okkur af því að honum fannst boltarnir vera of linir (sem þeir voru ekki) og skipaði okkur nýnemunum að fara inn og pumpa í þá svo að þeir voru grjótharðir sem er ekki mjög gott. Hann er eitthvað svo stressaður þessa dagana því að ef við vinnum síðasta deildarleikinn okkar á sunnudaginn verðum við í efsta sæti í deildinni okkar og fáum að halda úrslitamótið. Fjögur efstu liðin úr deildinni komast í úrslitamótið sem er eiginlega bara undanúrslita og úrslitaleikir. Ástæðan fyrir því að þetta er svo mikið mál því að við erum hvort sem er búnar að tryggja okkur í undanúrslitin er að ef við töpum þurfum við að fara eitthvert annað til að keppa á þessu móti og við erum ekki beint æstar í að þurfa að keyra kannski 8 klukkutíma lengst upp í New York fylki eða Pennsilvaniu þar sem er miklu kaldara en hér og keppa þar.
Ég ætla nú ekki að leiða ykkur of mikið með fótbolta en þið verðið að þola mig því að ég geri nú ekki mikið meira en að spila fótbolta. Jú jú ég fer í tíma líka en það er ekki eins og það gerist nokkurn tímann eitthvað skemmtilegt þar.
Halloween er á föstudaginn gaman gaman. Það eru allir að finna sér búninga og eitthvað voða vesen en ég hef nú ekki beint efni á að leigja mér einhvern búning og hvað þá tíma til að fara niður í bæ og finna búningaleigu og leiga búning svo að ef þið hafið einhverjar góðar uppástungur um góðan heimatilbúinn búning fyrir mig þá verða þær þegnar með þökkum =)
Svo á fimmtudaginn fæ ég að skera út grasker.....orðin ýkt spennt. Hey það er ekki eins og maður fái tækifæri til þess á hverjum degi ;)
Pease out.....
lesendur svara
Comments:
Skrifa ummæli