föstudagur, janúar 16, 2004
Jæja.....það er orðið svolítið mikið langt síðan ég skrifaði hérna síðast já og margt búið að gerast. Ég ætla nú samt ekki að fara að skrifa einhverja ritgerð hérna um hversu gaman var að koma heim um jólin. Vil samt segja að það var alveg æðislegt að hitta ykkur öll aftur =)
Nú er ég komin aftur til D.C. og skólinn byrjaður og allt. Sigga frænka fór heim í gær en hún var hérna hjá mér í viku. Æðislegt að fá hana í heimsókn =) Við skoðuðum fullt af hlutum hérna í D.C. eins og hvíta húsið, ráðhúsið, Lincon memorial og fleira. Toppurinn var samt þegar við fórum til New York um síðust helgi. Guð minn góður.....þið sem hafið farið þangað vitið hvað ég á við en þið sem hafið aldrei komið.........þið bara verðið að fara!!!!! Það er bara skilda!! Það var nú búið að var mig við að borgin væri alveg rosalega stór og hver skýjakljúfurinn á fætur öðrum en fyrr má nú aldeilis fyrr vera! Hún er svona 100x stærri en ég MÖGULEGA gat ímyndað mér!
Alla vega þá fórum við að skoða The Empire state bygginguna og fórum meira að segja upp í hana líka og sáum yfir alla borgina! Alveg hreint magnað. Við fórum að versla á the 5 th avenue eins og allt fína fólkið ;) við sáum frelsisstyttuna og fórum á skauta í The rockfeller center og röltum um í Central Park!! Og já við fórum líka og skoðuðum auða svæðið þar sem Tvíburaturnarinir voru. Þó að maður sjái þetta þá skilur maður engan veginn hveru miklar hörmungar þetta voru. Það eru ennþá hús þarna í kring sem eru bara í rústum. Þetta er eins og maður sér í fréttunum frá stöðum þar sem stríð er eða hefur verið!! Þetta er alveg hræðilegt.
En sem sagt alveg hreint frábær dagur í heildina. Það eina sem skyggði á var að það er náttúrulega janúar og það verður alveg hrikaleg kalt í New York eins og flestir vita. Ég held að ég hafi aldrei upplifað annað eins. Við vorum náttúrulega úti allan daginn en mér er alveg sama það var alveg hrillilega kallt. Við þurftum að flýja inn í búð með ákveðnu millibili svona aðeins til að geta fundið fyrir lærunum!!!
Ég ætla nú að láta þetta duga í bili en ætlunin er að setja myndir frá ferðinni sem fyrst á netið!!
Peace out......
lesendur svara
Nú er ég komin aftur til D.C. og skólinn byrjaður og allt. Sigga frænka fór heim í gær en hún var hérna hjá mér í viku. Æðislegt að fá hana í heimsókn =) Við skoðuðum fullt af hlutum hérna í D.C. eins og hvíta húsið, ráðhúsið, Lincon memorial og fleira. Toppurinn var samt þegar við fórum til New York um síðust helgi. Guð minn góður.....þið sem hafið farið þangað vitið hvað ég á við en þið sem hafið aldrei komið.........þið bara verðið að fara!!!!! Það er bara skilda!! Það var nú búið að var mig við að borgin væri alveg rosalega stór og hver skýjakljúfurinn á fætur öðrum en fyrr má nú aldeilis fyrr vera! Hún er svona 100x stærri en ég MÖGULEGA gat ímyndað mér!
Alla vega þá fórum við að skoða The Empire state bygginguna og fórum meira að segja upp í hana líka og sáum yfir alla borgina! Alveg hreint magnað. Við fórum að versla á the 5 th avenue eins og allt fína fólkið ;) við sáum frelsisstyttuna og fórum á skauta í The rockfeller center og röltum um í Central Park!! Og já við fórum líka og skoðuðum auða svæðið þar sem Tvíburaturnarinir voru. Þó að maður sjái þetta þá skilur maður engan veginn hveru miklar hörmungar þetta voru. Það eru ennþá hús þarna í kring sem eru bara í rústum. Þetta er eins og maður sér í fréttunum frá stöðum þar sem stríð er eða hefur verið!! Þetta er alveg hræðilegt.
En sem sagt alveg hreint frábær dagur í heildina. Það eina sem skyggði á var að það er náttúrulega janúar og það verður alveg hrikaleg kalt í New York eins og flestir vita. Ég held að ég hafi aldrei upplifað annað eins. Við vorum náttúrulega úti allan daginn en mér er alveg sama það var alveg hrillilega kallt. Við þurftum að flýja inn í búð með ákveðnu millibili svona aðeins til að geta fundið fyrir lærunum!!!
Ég ætla nú að láta þetta duga í bili en ætlunin er að setja myndir frá ferðinni sem fyrst á netið!!
Peace out......
lesendur svara
Comments:
Skrifa ummæli