mánudagur, janúar 26, 2004

SNOW DAY

Það er frí í skólanum í dag af því að það er snjór..........algjör tær snilld. Svolítið skrítið samt að fá frí í skólanum því að það er snjór og svo er heldur ekkert svo rosalega mikið af honum!!

New York er bara hreint æðisleg. Ég á bara ekki nógu sterkt orð til að lýsa því. Ég varð samt fyrir smá vonbrigðum með nýjársskrúðgönguna. Hún var alls ekki eins stór og ég bjóst við en samt mjög flott. Gaman að sjá drekana og svona. Svo var alveg hræðilega mikið af fólki þarna. Maður mátti nú teljast heppin að sjá eitthvað. Fyndið samt hvernig Kínahverfið er borg inni í borginni. Það er allt merkt á kínversku og fólkið talar helst ekki ensku......alla vega ekki góða ensku. Manni leið bara eins og maður væri í Kína......ekki það að ég hafi einhvern tímann komið þangað ;)

Sama gildir samt um litlu Ítalíu. Það hverfi er samt miklu minna en allt merkt á ítölsku og ítalski fáninn út um allt og náttúrulega góði ítalski maturinn.....uhmm. Við löbbuðum líka um Soho og kíktum aðeins inn á fínu galleríin. Ef maður gæti nú bara einhvern tímann keypt eitthvað þarna inn.........

En ég ætla að fara að leika mér í snjónum og njóta þess að vera í fríi.........
lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?