þriðjudagur, janúar 20, 2004

úff.....fyrsta æfing vorannarinnar var í morgun. Í stuttu máli sagt þá gátum við varla labbað eftir hana og hvað þá lyft höndunum. Við erum samt ekki byrjaðar að hlaupunum, lyftum bara í dag........

En alla vega, nóg um það. Þegar ég kom heim af æfingu þá var ég búin að fá email frá Sam (sá sem er að sjá um international student verkefnið). Íslenski sendiherran hafði hringt í hann og vildi fá að hitta hann því að frænka hans var að hugsa um að sækja um skólann. Sam vildi sem sagt að ég kæmi líka til að tala við hana um skólann og svona. Það endaði sem sagt með því að þau buðu mér að koma heim með sér í sendiherrabústaðinn en þau búa mjög nálægt skólanum. Þau bara með einkabílsstjóra á einhverri rosalegri glæsikerru. Og húsið var.... já alveg ólýsanlegt. Á þremur hæðum með fullt af aukasvefnherbergjum og nokkrum setustofum í fínasta hverfi D.C. Svo var mín bara keyrð aftur í skólann aftur í glæsikerrunni í leiðinni því að sendiherrann var að fara að hlusta á Bush halda ræðu - state of the union!!!! Þetta er einhver árlegur atburður þegar forsetinn ávarpar þingið (og greinilega sendiherra) til að tala um hluti sem hann ætlar að gera - þarf að gera öllu heldur- á árinu og atburði síðasta árs........eitthvað svoleiðis alla vega, veit samt ekki almennilega út á hvað þetta gengur!

Ok ég er að horfa á þessa blessuðu ræðu Bush akkúrat núna. Það er búist við 50 mínútna ræðu.....ekki furða, hann nær varla að klára eina setningu áður en fólkið stendur upp og klappar já nei sorry bara repuplicanar.......skrípaleikur!!!! Democratar standa upp og klappa ef þeir eru ánægðir með það sem hann er að segir þó!!

En ég fékk tækifæri til að spyrja sendiherrann hvað hann gerir, hvað hans hlutverk er og svoleiðs.......sendiherrar gera mun meira en mig hefði nokkurntímann getað órað fyrir. Ég talaði líka helling við frænku hans en hún er ári eldri en ég og auðvitað áttum við sameiginlega kunningja - litla Ísland stendur enn undir nafni ;)

P.S. Ég er búin að setja nokkrar myndir á netið, bæði frá NY og djammi um helgina en á föstudagskvöldð kíkt ég aðeins á djammið með fólki sem er með mér í stærðfræði en á laugardagskvöldið fór ég út að borða og í keilu með nokkrum vinkonum mínum.......rosa stuð. Klikkið hérna til að sjá myndirnar. lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?