þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Ég fékk algjört sjokk í dag. Ég uppgötvaði að tölvuprófið mitt er ekki að morgni 15.des nei heldu um kvöldið þegar ég á að vera á leiðinni heim. Ég fór algjörlega á taugum. Svo ákvað ég að tala bara við kennarann og bera mig alveg geðveikt illa til að fá hann til að leyfa mér að taka það fyrr, að minnsta kosti áður en ég færi að breyta fluginu eða eitthvað ennþá meira vesen. Mætti svo í tíma áðan. Þetta er kvöldtími og ofan á það alveg hræðilega leiðinlegur. Kennarinn er samt alveg æði. Þegar tíminn byrjaði byrjaði hann á því að segja okkur að hann ætlaði að hætta að kenna snemma því að hann hefði pantað pizzu handa öllum....uhmmm. Ég var ekkert smá sátt. Svo talaði ég við hann eftir tímann um þetta vandamál mitt og ég þurfti ekki einu sinni að afsaka mig neitt. Hann var bara já já sendu mér bara póst til að minna mig á þetta og við finnum einhvern annan tíma fyrir þig til að taka það. Hann bjargaði deginum algjörlega =) svo ég er á leiðinni heim samkvæmt áætlun =) =) =) =) =)

Svo er bara komið frí eftir morgun daginn....get ekki beðið. Þarf virkilega að komast frá þessu skólaumhverfi í smá tíma. Njótið vikunnar og helgarinnar =)
Ég kem aftur á sunnudaginn =)

HAPPY THANKSGIVING lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?