föstudagur, nóvember 07, 2003

Þvílík kaldhæðni.....ég kvartaði undan því í gær að brunabjallan fer í gang í tíma og ótíma. Hvað haldiði að hafið svo skeð. Jú rétt hjá ykkur, hún fór af stað tvisvar í gær....viljiði pæla. Fyrst fór hún í gang klukkan hálf níu um kvöldið en þá var mér svo sem sama því að ég var hvort sem er á leiðinni á bókasafnið. En svo fer hún aftur í gang klukka 2 um nóttina. Það versta var samt að í fyrst sinn var í alvörunni kviknað í. Það hafði kviknað í fötum í þurkara, ekki í minni byggingu reyndar en húsin eru öll samtengd svo að brunabjallan fer alltaf af stað í öllum húsunum (það eru 3 samtengd) svo að við máttum gjöra svo vel að húka úti í einn og hálfa klukkutíma. Ekki gaman. Sumir fóru nú samt verr út úr þessu en ég því að það er eitthvað svona vatnsdót í öllum herbergum og það fór af stað í sumum herbegjum......hefði ekki viljað að það gerðist fyrir mig. En það ógnvænlegasta var að það tók slökkvuliðið örugglega svona 45 mínútur að koma til að slökkva eldinn.

En að öðru mun mikilvægara.......við unnum Army í dag og keppum því í úrslitum á sunnudaginn á móti Navy. Mér finnst svolítið skrítið að við keppum við bæði the army og navy accademy. Veit ekki alveg afhverju en svona er þetta bara. Ef við vinnum á sunnudaginn förum við í the NCAA´s en í það fara öll liðin sem vinna deildirnar sínar......um 64 lið held ég og þá er að duga eða drepast því að það er útsláttarkeppni.

Eins og allir vita þá eru Bandaríkjamenn alltaf mjög snemma með allt og taka flest út í öfga. Gott dæmi um þetta er að jólaskreytingarnar eru byrjaðar að koma upp og jólaauglýsingarnar byrjaðar á fullu.........er þetta ekki heldur snemmt þar sem að það er næstum 2 mánuðir til jóla og þakkagjörðarhátíðin er á undan jólunum. Verður samt áhugavert að sjá hvernig þetta verður orðið svona 1. des......maður á ekki eftir að sjá neitt nema jóladót. Kannski er ástæðan fyrir því að ég vil ekki þessar auglýsingar svona snemma er að jólin þýða að ég fæ að fara heim og jóladótið minnir mig alltaf á það og þá fæ ég heimþrá.....

En svona að lokum fyrir Lord of the Rings aðdáendur þá er byrjað að auglýsa þriðju myndina þó að það er rúmlega mánuður þangað til hún verður frumsýnd og fólk er byrjað að kaupa miða á frumsýninguna nú þegar. Ég rétt missi af henni hérna, ég held að hún sé frumsýnd daginn eftir að ég fer heim......en ég sé hana þá bara heima, það er hvort sem er miklu betra =) lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?