þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Halló Halló

Það er ótrúlegt veður hérna í DC núna þessa dagana. Hátt í 30 stiga hiti í nóvember.....eitthvað sem Íslendingur er ekki vanur. Stelpurnar úti að spóka sig í stuttum pilsum, hlírabolum og sandölum og strákarnir kastandi amerískum fótbolta eða frispídisk á milli sín á grasflötinni fyrir framan skólahúsin. Algjör college stemmning =)

Myndin The American Wedding var sýnd hérna í skólanum í gær. Frekar fyndin mynd ha.....ótrúlegt hvað Jim er seinheppinn. Persónulega fannst mér samt farið of langt með sumt til að reyna að láta myndina vera fyndna. En það var allavega hægt að hlæja að henni ;)

Það er svo sem ekki mikið sem ég hef verið að gera síðan síðast sem ég skrifaði......bara nóg að verkefnum fyrir skólann og svo auðvitað fótboltaæfingar. Við erum á fullu að undirbúa okkur fyrir undanúrslitaleikinn á föstudaginn.......Wish us luck =)




lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?