sunnudagur, nóvember 02, 2003

VIÐ UNNUM!!!!!!!!!!!!! Og erum þar af leiðandi komnar í undanúrslitin og keppum á heimavelli =) Leikurinn í dag var frábær.......við spiluðum reyndar ekki vel eins og við getum en við unnum og það er það sem skiptir máli. Leikurinn fór í framlengingu og reglurnar eru að gullmark vinnur þ.e. fyrsta liðið til að skora í framlengingunni vinnur. Við skoruðum beint úr horni.....glæsilegt mark........þetta var svo sætur sigur. Ég held að við keppum aftur við sama liðið á föstudaginn í undanúrslitunum. Þá er bara að vinna þær aftur, ekki satt.....Svo fengum við langt þráð frí á morgun =)

Eftir leikinn fór ég með Sam og Kristina í Georgetown og vorum eitthvað smá að taka upp þar. Það er rosalega fallegt þar. Allt er svona með evrópsku ívafi. Ef þú ætlar út að borða eða að djamma þá er Georgetown staðurinn til að fara á og það eru fullt af búðum þar líka. Næstum eins og Laugavegur Íslendinga ;) Svo er allt í haustlitunum núna og trén eru ótrúlega falleg, gul og rauð og stór...

Svo þegar ég kom heim þá hringdi Ingibjörg í mig og það var ekkert smá gott að heyra vinalega rödd.......dagurinn minn var sem sagt næstum því fullkominn =)

Pease out.... lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?