föstudagur, nóvember 21, 2003

Jæja þá fer að styttast í fyrstu þakkagjörðarhátíðina mína. Allir hérna eru orðnir geðveikt spenntir að fara loksins heim. Jú ég líka en ég þarf víst að bíða örlítið lengur. En ég fæ að fara heim með vinkonu minni Katie. Hún býr í Delaware sem er um 2 tíma akstur héðan. Við fáum far hjá kærasta hennar sem fer í skóla hérna í DC líka.....frábært að þurfa ekki einu sinni að splæsa í lestarmiða eða neitt =) ég er orðin frekar spennt að fá að upplifa alvöru ameríska þakkagjörðarhátíð á alvöru amerísku heimili hjá alvöru amerískri fjölskyldu. Það verður alla vega alveg pottþétt mjög áhugavert. Það kemur víst alltaf öll fjöslkylda Katie heim til hennar í mat svo að það verður fullt af fólki þarna sem vilja öll hitta mig.........úff það er erfitt að vera svona vinsæll ;)

Katie er alveg búin að plana þessa fimm daga. Við förum með mömmu hennar og einhverri annarri konu að versla jólagjarfi. Förum í einhvern sérstakan garð sem á að vera alveg æðislegur og núna er búið að skreyta hann fyrir jólin svo að hann er örugglega ennþá æðislegri =) Svo eitthvað fleira líka sem á að koma mér á óvart ........ ég elska óvæntar uppákomur. Svo verður líka bara alveg æðislegt að fá nokkra daga frí frá skólanum fyrir lokapróf og bara slaka á =) En fimmtudaginn næsta er svo dagurinn sjálfur og þá gerir maður víst ekkert annað en að borða.....uhmmm kalkúnn.


lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?