fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Þessi heimavist getur stundum verið alveg óþolandi. Það er svo heitt úti núna að það er næstum ólíft í herbergunum, það er nefnilega búið að segja loftræstiguna á hita svo að það er bara hægt að opna gluggann til að kæla herbergið aðeins niður en þar sem það er heitt úti þá kemur ekki beint kalt loft inn.
Svo eru það nágrannar mínir. Þeir eru alltaf með svo mikil læti að ég get stundum ekki sofnað á kvöldin fyrir þeim og þegar ég loksins get sofnað vakna ég aftur út af lætunum í þeim. Þeir eru með play-station inni hjá sér og spila leiki í henni í tíma og ótíma og öskra alveg hræðilega hátt. Um helgar spila þeir svo bearpong endalaust og þá eru öskrin ekkert skárri.....svo angar herbergið þeirra af bjórlykt og þegar þeir opna hurðinga inn til þeirra til að lofta út úr herberginu angar allur gangurinn af ógeðslegri bjórlykt.
Svo finnst einhverjum rosalega sniðugt að setja brunabjölluna af stað um miðjar nætur....það er algjörlega óþolandi. Ég bý á 6. hæð svo að allir þurfa að labba niður alla stigana og þar sem það eru svo margir að fara út þá gengur þetta mjög hægt fyrir sig svo að ef það væri í alvörunni eldur þá erum við í vondum málum.....En brunabjallan hringir líka um miðjan daginn og bara í rauninni hvenær sem er.....mjög pirrandi.
En jæja nóg komið af kvörtunum, langaði samt bara að láta ykkur vita hvað maður þarf að þola hérna ;) En það er komið að undanúrslitaleiknum á morgun.....kominn svolítill kvíði í fólk, get bara ekki sagt annað. En jæja ég þarf að fara að koma mér í rúmmið. Þarf að vakna um 7 leytið á morgun. Venjulega þarf ég samt ekki að vakna fyrr en um 8 svo að manni finnst 7 mjög snemmt núna.....kaldhæðnislegt þar sem maður vaknaði hálf sjö alla morgna til að fara í skólann síðust 4 ár!!!
Whis us luck!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
lesendur svara
Svo eru það nágrannar mínir. Þeir eru alltaf með svo mikil læti að ég get stundum ekki sofnað á kvöldin fyrir þeim og þegar ég loksins get sofnað vakna ég aftur út af lætunum í þeim. Þeir eru með play-station inni hjá sér og spila leiki í henni í tíma og ótíma og öskra alveg hræðilega hátt. Um helgar spila þeir svo bearpong endalaust og þá eru öskrin ekkert skárri.....svo angar herbergið þeirra af bjórlykt og þegar þeir opna hurðinga inn til þeirra til að lofta út úr herberginu angar allur gangurinn af ógeðslegri bjórlykt.
Svo finnst einhverjum rosalega sniðugt að setja brunabjölluna af stað um miðjar nætur....það er algjörlega óþolandi. Ég bý á 6. hæð svo að allir þurfa að labba niður alla stigana og þar sem það eru svo margir að fara út þá gengur þetta mjög hægt fyrir sig svo að ef það væri í alvörunni eldur þá erum við í vondum málum.....En brunabjallan hringir líka um miðjan daginn og bara í rauninni hvenær sem er.....mjög pirrandi.
En jæja nóg komið af kvörtunum, langaði samt bara að láta ykkur vita hvað maður þarf að þola hérna ;) En það er komið að undanúrslitaleiknum á morgun.....kominn svolítill kvíði í fólk, get bara ekki sagt annað. En jæja ég þarf að fara að koma mér í rúmmið. Þarf að vakna um 7 leytið á morgun. Venjulega þarf ég samt ekki að vakna fyrr en um 8 svo að manni finnst 7 mjög snemmt núna.....kaldhæðnislegt þar sem maður vaknaði hálf sjö alla morgna til að fara í skólann síðust 4 ár!!!
Whis us luck!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
lesendur svara
Comments:
Skrifa ummæli