sunnudagur, nóvember 09, 2003
......svona fór með sjóferð þá. Við töpuðum úrslitaleiknum í dag (sniff sniff). Fólk er skiljanlega í svona smá sjokki en það þýðir samt ekkert að gráta yfir þessu......þetta er búið og gert. Lítum svo á björtu hliðarnar, núna fáum við að minnsta kosti nokkra daga frí þangað til að eitthvað ógeðslegt púl byrjar....
Í staðinn er samt alveg ógeðslega mikið að gera. Á næstu þremur dögum eru fjögur próf, þarf að skila einni ritgerð og skýrslu. Ég held samt að ég þurfi ekkert að kvarta undan því hvað er mikið að gera í skólanum hjá mér því að ég held að það er mun meira að gera hjá ykkur HÍ hetjum. Vandamálið er bara að ég er ekki byrjuð á þessu. Er samt á bókasafninu núna eitthvað að reyna að læra en gengur ekkert of vel enda er ég bara eitthvað að dunda mér við að skrifa á bloggið. Í sannleika sagt þá hef ég alls enga einbeitningu núna, svona tapleikir fara frekar illa með mann að því leiti......
En jæja ætli það er best að reyna halda áfram með lærdóminn..........take care. lesendur svara
Í staðinn er samt alveg ógeðslega mikið að gera. Á næstu þremur dögum eru fjögur próf, þarf að skila einni ritgerð og skýrslu. Ég held samt að ég þurfi ekkert að kvarta undan því hvað er mikið að gera í skólanum hjá mér því að ég held að það er mun meira að gera hjá ykkur HÍ hetjum. Vandamálið er bara að ég er ekki byrjuð á þessu. Er samt á bókasafninu núna eitthvað að reyna að læra en gengur ekkert of vel enda er ég bara eitthvað að dunda mér við að skrifa á bloggið. Í sannleika sagt þá hef ég alls enga einbeitningu núna, svona tapleikir fara frekar illa með mann að því leiti......
En jæja ætli það er best að reyna halda áfram með lærdóminn..........take care. lesendur svara
Comments:
Skrifa ummæli