sunnudagur, nóvember 16, 2003
Þessi ferð í gær var mjög áhugaverð. Skoðuðum hverfi í borginn sem í daglegu máli er bara kallað U-street en það er bara götuheitið. Leiðsögukonan fræddi okkur um sögu hverfisins og sagði sögur af fullt af frægu fólki sem bjó þarna, margir frægir menn ólust upp þarna. Fyrir svona 20 árum, eftir uppþot vegna morðsins á Martin Luther King JR, var þetta hverfi verra en Harlem er í New York. Enginn sem ekki bjó þarna lagði leið sína þarna, fólk keyrði ekki einu sinni þarna í gegn og alls ekki á fínum bílum því að það var pottþétt að hann myndi vera eyðilagður. Fyrir þann tíma var þetta aðalhverfið til að fara út lífið og verlsa. Allir aðalklúbbarnir voru þarna og hverfið iðaði af mannlífi alla daga. En núna er þetta rosa fínt hverfi og mjög dýrt að búa þarna. Líka áhugavert að labba þarna um og sjá næstum eingöngu svart fólk og það var undantekning ef hvítur maður var þarna á gangi. Við fórum líka að skoða Howard University sem er mjög frægur háskóli þar sem svart fólk er í miklum meirihluta. Ég sá líka í fyrsta sinn ruðningsleik með eigin augum =)
Við borðuðum hádegismat á rosa frægum veitingastað þó að ég hafi aldrei heyrt um hann. Heitir Ben´s chilli bowl. Í uppþotinu vegna King Jr. var allt lagt í rúst fyrir utan 5 hús og þetta hús er eitt af því en það merkilega er að þetta er ennþá sami veitingastaðurinn og var þarna þá.
Eftir þetta fót ég og önnur stelpur í Georgetown til að kíkja aðeins í búðir sem er svo sem ekki frásögu færandi nema það að ég hitti Íslenskt par þar. Ótrúlega fyndið.....ég heyrði þau segja svona eina setningu og fannst hún vera á íslensku en var svo ekki alveg viss og svo fóru þau en eftir nokkrar mínútur komu þau aftur og ég staraði örugglega á þau eins og algjör hálfviti því að konan horði líka á mig eins og ég væri eitthvað skrítin þangað til ég loksins þorði að spyrja ef þau væru íslensk........það var eins og þeim væri smá létt því að ég var búin að horfa svo lengi á þau því þá vissu þau afhverju ;o)
Maður er samt alveg farinn að ryðga í íslenskunni........það er ekki eins og maður tali mikla íslensku hérna þar sem það eru engir Íslendingar í þessum skóla.
Seinna um kvöldið fórum við svo á jazzklúbb í sama hverfi. Það var svo sem allt í lagi en þar sem ég er ekki beint mikill jazzaðdáandi var ég ekki beint að fíla þetta í botn. En það var svo sem í lagi að sitja þarna og hlusta. Mér fannst samt eins og ég væri föst í 50 áratugnum því að sviðið var eitthvað svo gamaldags og menn að spila á bassa, píanó, trompet og saxafóne.....
Svo var kvöldmatur með fótboltaliðinu í kvöld. Skrítið að sjá þær ekki á hverjum degi lengur......Foreldrar einnar stelpunnar sem útskrifast í vor og er því hætt að spila bauð okkur í kvöldmat. Heimaeldaður matur er bestur í heimi.............get ekki beðið eftir að koma heim og borða almennilegan mat á hverjum degi ekki bara svona stundum og stundum!!!
Ég setti nokkrar myndir í myndaalbúmið mitt sem þið getir skoðað hérna lesendur svara
Við borðuðum hádegismat á rosa frægum veitingastað þó að ég hafi aldrei heyrt um hann. Heitir Ben´s chilli bowl. Í uppþotinu vegna King Jr. var allt lagt í rúst fyrir utan 5 hús og þetta hús er eitt af því en það merkilega er að þetta er ennþá sami veitingastaðurinn og var þarna þá.
Eftir þetta fót ég og önnur stelpur í Georgetown til að kíkja aðeins í búðir sem er svo sem ekki frásögu færandi nema það að ég hitti Íslenskt par þar. Ótrúlega fyndið.....ég heyrði þau segja svona eina setningu og fannst hún vera á íslensku en var svo ekki alveg viss og svo fóru þau en eftir nokkrar mínútur komu þau aftur og ég staraði örugglega á þau eins og algjör hálfviti því að konan horði líka á mig eins og ég væri eitthvað skrítin þangað til ég loksins þorði að spyrja ef þau væru íslensk........það var eins og þeim væri smá létt því að ég var búin að horfa svo lengi á þau því þá vissu þau afhverju ;o)
Maður er samt alveg farinn að ryðga í íslenskunni........það er ekki eins og maður tali mikla íslensku hérna þar sem það eru engir Íslendingar í þessum skóla.
Seinna um kvöldið fórum við svo á jazzklúbb í sama hverfi. Það var svo sem allt í lagi en þar sem ég er ekki beint mikill jazzaðdáandi var ég ekki beint að fíla þetta í botn. En það var svo sem í lagi að sitja þarna og hlusta. Mér fannst samt eins og ég væri föst í 50 áratugnum því að sviðið var eitthvað svo gamaldags og menn að spila á bassa, píanó, trompet og saxafóne.....
Svo var kvöldmatur með fótboltaliðinu í kvöld. Skrítið að sjá þær ekki á hverjum degi lengur......Foreldrar einnar stelpunnar sem útskrifast í vor og er því hætt að spila bauð okkur í kvöldmat. Heimaeldaður matur er bestur í heimi.............get ekki beðið eftir að koma heim og borða almennilegan mat á hverjum degi ekki bara svona stundum og stundum!!!
Ég setti nokkrar myndir í myndaalbúmið mitt sem þið getir skoðað hérna lesendur svara
Comments:
Skrifa ummæli