fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Þessi Bandaríki eru alveg ótrúleg. Það er öllu lokað þegar "fellibylur á að koma", leyfarnar réttara sagt. En í dag er eiginlega meira rok heldur en í fellibylnum og ekkert gert. Þetta er samt ekki alveg það sem ég ætlaði að koma að. Alla vega þá er geðveikt rok úti núna en alls ekkert meira en maður er vanur af klakanum og allt fer í klessu. Sjónvarpið virkar ekki einu sinni (urrr). Og það sem meira er....það tekur þá alveg hræðilega langan tíma að hreinsa allt upp og gera við rafmagnið og svoleiðis svo að ég get núna búist við því að vera sjónvarpslaus í nokkra daga. Sjónvarpið virkaði nú alltaf í vondum veðrum heima ekki satt.....var bara í brjáluðustu veðrum þegar rafmagnið fór af að ekkert virkaði (skiljanlega). Eftir fellibylinn voru hús rafmagnslaus í viku eftir að hann gekk yfir!!!!!!!!! Pælið í því......
Alla vega vildi bara koma þessu að því að mig langaði til að horfa á sjónvarpið og gat það svo ekki út af lélegu kapalsambandi vegna roks!!!! arg :(
lesendur svara
Alla vega vildi bara koma þessu að því að mig langaði til að horfa á sjónvarpið og gat það svo ekki út af lélegu kapalsambandi vegna roks!!!! arg :(
lesendur svara
Comments:
Skrifa ummæli