föstudagur, febrúar 11, 2005
Haldiði ekki bara að ég hafi búið mér til nýtt blogg í dag. Svo að framvegis mun ég skrifa þar inn..............og já ég skal vera dugleg að skrifa. Samt skrifaði ég í dag. Endilega lesið það hérna fyrir neðan =) |
Ingibjörg er í heimsókn hjá mér núna =) Pælið í vinkonu.......hún heimsækir mig hvar sem er ég er á hnettinum =)
Við erum samt ekki búnar að gera neitt merkilegt. Fórum út að borða á miðvikudaginn og svo á körfuboltaleik hérna í skólanum í gær. Hún fékk allavega að sjá klappstýrur og lukkudýr í fyrsta skipti =) Markmiðið er samt að fara að versla eða eitthvað í dag eða á morgun og svo kannski sýna henni næturlífið hérna í Mobile, Alabama!
Annars var helgin mjög góð. Eins og ég var búin að segja ykkur var aðalhelgin í Mardi Gras með fullt af skrúðgöngum og öllu tilheyrandi. Vá það var svo mikið af fólki í bænum að það var rosalegt.............og draslið maður, úff segi ég nú bara. Ég og Lindsey vinkona mín vorum að keyra niður í bæ og vorum að leita okkur að bílastæði (sem var mjög lítið um eins og þið getið ímyndað ykkur með allt þetta fólk) en það var fólk búið að leggja pickup-trukkunum sínum upp á gangstéttir og umferðareyjur og bara búin að koma sér þar fyrir með útilegustóla og voru bara að grilla í rólegheitum.....................Á MIÐRI GÖTUNNI. Vá ég held að ég hafi aldrei séð annað eins.
Svo var frí í skólanum í þriðjudaginn sem var lokadagur Mardi gras. Þá var farið niður í bæ um hádegið til að sjá skrúðgöngurnar. Ég er að segja ykkur það að göturnar voru troðfullar. Svo þegar leið á kvöldið og fólk búið að fá sér aðeins neðan í því þá sá maður löggurnar handtaka fólk hægri vinstri fyrir slagsmál. Það er ekki tekið neitt smá hart á þessu hérna samt. Ég sá einn gaur slá til annars og um leið voru löggurnar stökknar á þá með kyldurnar sínar og börðu þá báða niður í götu og handtóku þá. Það var sko engin miskun sýnd........
En þangað til næst..............
lesendur svara
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Hey ya´ll =)
Spennandi vika framundan hjá mér. Ég er að fara til New Orleans á morgun á nba leik........það er náttlega ekkert nema stemmning. Svo fer ég aftur til New Orleans á föstudaginn fyrir Mardi Gras en það er risa hátíð (svona eins og karnival held ég) sem er reyndar upprunnin hérna í Mobile en er núna stærst í New Orleans þannig að við ætlum að skella okkur þangað. Það á víst að vera geðveikt gaman og rosa mikið af fólki =) Bara svona vildi láta ykkur vita einu sinni hvað ég væri svona af mér að gera....... Annars var ég að koma frá Taco Bell með Láru sweetmatinum mínum............ég elska Taco Bell =) ..........ég læt ykkur svo vita hvernig var í New Orleans =) chaio |
fimmtudagur, janúar 20, 2005
Ég klúðraði nú einhverju með síðustu færslu og hef ekki hugmynd um hvernig ég á að laga þetta þannig að þig hunsið bara annan kassann ok =)
Ég fór á fyrstu markmannsæfinguna mína í dag og vægast sagt þá get ég varla gengið akkúrat núna. Liðin eru ekki byrjuð að æfa við markmennirnir erum bara svo rosalega dugleg að við byrjuðum aðeins fyrr =) oh hvað það var samt gaman að fara á æfingu aftur þó að þjálfarinn gerir ekkert annað en að öskra á mig að ég sé of hæg en það er nú ekkert nýtt. Það ýtir mér líka bara áfram og kannski einn daginn verð ég fljótari en ég er akkúrat núna =) Annars er ég með góðar fréttir því að þjálfarinn minn leyfði mér að taka fleiri einingar en skólastyrkurinn leyfir þannig að ég er í góðum málum og gæti jafnvel útskrifast vorið 2006 =) En ég verð að þjóta..........við krakkarnir erum að fara í bíó =) |
Við vitum öll hversu gömul við erum..............en hversu gömul við erum í anda er svo allt annað mál.......
What Age Do You Act? | ||
lesendur svara
Við vitum öll hversu gömul við erum....................en hversu gömul við erum í anda er svo annað mál....
You Are 25 Years Old 25
Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.
13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.
20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.
30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!
40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.What Age Do You Act?
mánudagur, janúar 17, 2005
Ohh það var frí í skólanum í dag. Ekkert betra þegar maður er nýbyrjaður í skólanum að fá frí =) Það er Martin Luther King Jr. dagur í dag og þess vegna fengum við frí. Ég er búin að vera alveg rosa löt í dag og gera akkúrat ekki neitt. Ég endurskipulagði herbergið mitt samt í gær úr því að núna er ég bara ein í herbergi. Ég færði bæði rúmin saman þannig að núna er ég alveg með risa rúm =) ekkert smá þægilegt. Við fótboltafólkið vorum alveg ágætlega dugleg þessa helgina og fórum á djammið bæði laugardags og sunnudagskvöld. Kíktum aðeins niður í bæ á laugardaginn......mjög gaman og svo var svona fraternity party í University of South Alabama sem er hérna um 20 mín í burtu. Fyndið að fara í party og það var spurt um skilríki við innganginn.....aldrei lent í því áður. Svo komu svona öryggisverðir sem vinna hjá skólanum og voru bara á röltinu um húsið til að sjá hvort að allt færi ekki vel fram.............annað sem ég hef aldrei séð áður. Annars er fyrsti dagurinn í nýju vinnunni minni á morgun. Ég verð að vinna í svona learning center þar sem nemendur geta komið og fengið hjálp við ensku og stærðfræði =) Ég verð sem sagt svona math tutor, vona bara að ég geti útskýrt stærðfræði almennilega á ensku..... Pease out...... |
miðvikudagur, janúar 12, 2005
Hæ =) Já ég er komin aftur til Alabama.......það er bara ágætt - 20 stiga hiti og fínerí. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom dúðuð frá Íslandi var að fara í stutt pils og hlírabol =) það er samt óvenjulega heitt hérna þessa dagana og það á að kólna bráðum......Það er samt frekar einmanalegt hérna í herberginu mínu þar sem að hún Lilja mín ákvað að snúa ekki aftur til Mobile en að fara í annan skóla í Orlando ásamt honum Bjössa sínum...... Annars gekk ferin hingað út ekkert svo illa fyrir utan hvað hún er helvíti löng. Ég þurfti fyrst að gista eina nótt í Boston því að ég gat ekki fengið beint flug til Boston. Ég og Jónsi kíktum á hinn eina sanna Staupastein........where everybody knows your name ;o) Svo átti ég að fljúa til Charlotte, NC, og þaðan til Mobile, AL. Sem er svo sem ekki frásögu færandi nema þegar við vorum hálfnum til Mobile var tilkynnt að við þyrftum að snúa við vegna þoku og lenda aftur í Charlotte........vá hvað ég var pirruð. Svo lentum við og helv.. flugfélagið borgaði ekki einu sinni hótel fyrir okkur. Gáfu okkur einhvern afsláttarmiða sem við gátum notað. Endaði með því að ég, Jónsi og annar strákur úr hafnarboltaliðinu hérna sem við könnuðumst við fengum okkur bara saman eitt herbergi...........spara smá pening sko. Svo loksins lentum við í Mobile á hádegi á þriðjudag í staðinn fyrir mánudagskvöld. Svo byrjaði skólinn bara í dag, miðvikudag. Tímarnir leggjast alveg ágætlega í mig.......ætti ekki að vera neitt of slæmt..... En ég er að hugsa um að koma mér í háttinn því að ég er að drepast úr þreytu............... |
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
Jæja þá er mín komin aftur til Mobile, Alabama. Það er 30.nóvember og það er rúmlega 20 stiga hiti. Er þetta eðlilegt ég bara spyr. Ekki það að ég sé að kvarta. Mér finnst voða þægilegt hitastigið hérna. En ég kem heim eftir tæplega 2 vikur og ég er ansi hrædd um að ég eigi bara eftir að frjósa úr kulda.......bókstaflegt. Þið vitið nú flest hversu mikil kuldaskræfa ég er. Það liggur við að ég klæði mig mest hérna af öllum og svo er ekkert jólalegt því að það er ekki einu sinni kalt....... ............ég verð bara að bíða aðeins með jólaskapið ;o) Thanksgiving var rosa gaman. Gerði svo sem alls ekki neitt. Það var mikið borðað og slakað á. Mjög notalegt. Svo náði ég að kaupa flestar jólagjafirnar líka svo að það var léttir. Rosa gaman að sjá vini síðan í fyrra en samt rosa skrítið líka. Mikið af þessu fólki var ég ekki búin að sjá síðan í maí. Og guð má vita hvort ég mun nokkurn tíman sjá þau aftur........ Annars hlakkar mig alveg rosalega mikið til að koma heim og hitta ykkur öll =) .........take care |
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Vá hvað tíminn flýgur.....
Við sem sagt töpuðum í fyrsta leik í regionals og draumurinn um californiu dó (sniff). Við erum búnar að vera í fríi síðan 2. nóvember og ég veit bara ekki hvað ég á við tímann að gera. Við Lilja sofum bara allan daginn liggur við..........nei kannski ekki alveg. Við erum nú búnar að vera duglega að fara í ræktina, aðeins svona til að halda okkur í formi. Í gær kom út svona bæklingur um fótboltaliðin. Ég hélt ég myndi deyja úr hlátri þegar ég sá rosterinn okkar. Fyrir neðan hann er svona pronouncication chart.........þ.e. hvernig á að bera fram nöfn okkar útlendingana. Það á sem sagt að bera fram nafnið mitt Inga Yo-han-es-doe-tear og Lilja heitir Lil-ya Sig-ger-gearsce-doe-tear. Þeir eiga í erfiðleikum með nafnið mitt en þeim finnst Lilja mun erfiðara að segja. Við bara gátum ekki hætt að hlægja að þessu........ Thanksgiving er í næstu viku. Ég ætla að fljúga til D.C. á þriðjudaginn og fara svo heim með Katie vinkonu minni frá American University en ég fór heim með henni í fyrra líka. Ég er svo tilbúin til að fá frá í skólanum..........ekki sakar svo að fá góðan mat líka =) Svo þega ég kem heim frá thanksgiving verð ég hérna bara í um eina og hálfa viku og svo er bara komið jólafrí. Í gær var fyrsti þáttur af The Amazing Race. Ég veit ekki hvort þið hafið eitthvað horft á hann en hann var á dagskrá heima einhvers staðar. En getiði hvert þau fóru fyrst.......jú auðvitað til Íslands. Kannski voruð þið búin að heyra af þessu en ég hafði ekki hugmynd fyrr en daginn áður en hann var sýndur. Ég og Lilja sögðum svo öllum að horfa á þáttinn svo þau gætu séð Ísland en við höfðum samt mestan áhuga á þessu. Ekkert smá fyndið að horfa á þetta, ég hló og hló og hló.........þau gerðu ekkert annað en að villast, ekki skrýtið miðað við hvernig vegakerfið er. Ég ætla nú ekki að segja ykkur of mikið frá þessu. Þetta hlýtur að vera sýnt heima einhvern tímann bráðum........ adios....... |