þriðjudagur, nóvember 30, 2004
Jæja þá er mín komin aftur til Mobile, Alabama. Það er 30.nóvember og það er rúmlega 20 stiga hiti. Er þetta eðlilegt ég bara spyr. Ekki það að ég sé að kvarta. Mér finnst voða þægilegt hitastigið hérna. En ég kem heim eftir tæplega 2 vikur og ég er ansi hrædd um að ég eigi bara eftir að frjósa úr kulda.......bókstaflegt. Þið vitið nú flest hversu mikil kuldaskræfa ég er. Það liggur við að ég klæði mig mest hérna af öllum og svo er ekkert jólalegt því að það er ekki einu sinni kalt....... ............ég verð bara að bíða aðeins með jólaskapið ;o) Thanksgiving var rosa gaman. Gerði svo sem alls ekki neitt. Það var mikið borðað og slakað á. Mjög notalegt. Svo náði ég að kaupa flestar jólagjafirnar líka svo að það var léttir. Rosa gaman að sjá vini síðan í fyrra en samt rosa skrítið líka. Mikið af þessu fólki var ég ekki búin að sjá síðan í maí. Og guð má vita hvort ég mun nokkurn tíman sjá þau aftur........ Annars hlakkar mig alveg rosalega mikið til að koma heim og hitta ykkur öll =) .........take care |