miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Vá hvað tíminn flýgur.....

Við sem sagt töpuðum í fyrsta leik í regionals og draumurinn um californiu dó (sniff). Við erum búnar að vera í fríi síðan 2. nóvember og ég veit bara ekki hvað ég á við tímann að gera. Við Lilja sofum bara allan daginn liggur við..........nei kannski ekki alveg. Við erum nú búnar að vera duglega að fara í ræktina, aðeins svona til að halda okkur í formi.

Í gær kom út svona bæklingur um fótboltaliðin. Ég hélt ég myndi deyja úr hlátri þegar ég sá rosterinn okkar. Fyrir neðan hann er svona pronouncication chart.........þ.e. hvernig á að bera fram nöfn okkar útlendingana. Það á sem sagt að bera fram nafnið mitt Inga Yo-han-es-doe-tear og Lilja heitir Lil-ya Sig-ger-gearsce-doe-tear. Þeir eiga í erfiðleikum með nafnið mitt en þeim finnst Lilja mun erfiðara að segja. Við bara gátum ekki hætt að hlægja að þessu........

Thanksgiving er í næstu viku. Ég ætla að fljúga til D.C. á þriðjudaginn og fara svo heim með Katie vinkonu minni frá American University en ég fór heim með henni í fyrra líka. Ég er svo tilbúin til að fá frá í skólanum..........ekki sakar svo að fá góðan mat líka =)

Svo þega ég kem heim frá thanksgiving verð ég hérna bara í um eina og hálfa viku og svo er bara komið jólafrí.

Í gær var fyrsti þáttur af The Amazing Race. Ég veit ekki hvort þið hafið eitthvað horft á hann en hann var á dagskrá heima einhvers staðar. En getiði hvert þau fóru fyrst.......jú auðvitað til Íslands. Kannski voruð þið búin að heyra af þessu en ég hafði ekki hugmynd fyrr en daginn áður en hann var sýndur. Ég og Lilja sögðum svo öllum að horfa á þáttinn svo þau gætu séð Ísland en við höfðum samt mestan áhuga á þessu. Ekkert smá fyndið að horfa á þetta, ég hló og hló og hló.........þau gerðu ekkert annað en að villast, ekki skrýtið miðað við hvernig vegakerfið er. Ég ætla nú ekki að segja ykkur of mikið frá þessu. Þetta hlýtur að vera sýnt heima einhvern tímann bráðum........

adios.......
lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?