mánudagur, janúar 17, 2005

Ohh það var frí í skólanum í dag. Ekkert betra þegar maður er nýbyrjaður í skólanum að fá frí =) Það er Martin Luther King Jr. dagur í dag og þess vegna fengum við frí. Ég er búin að vera alveg rosa löt í dag og gera akkúrat ekki neitt. Ég endurskipulagði herbergið mitt samt í gær úr því að núna er ég bara ein í herbergi. Ég færði bæði rúmin saman þannig að núna er ég alveg með risa rúm =) ekkert smá þægilegt.

Við fótboltafólkið vorum alveg ágætlega dugleg þessa helgina og fórum á djammið bæði laugardags og sunnudagskvöld. Kíktum aðeins niður í bæ á laugardaginn......mjög gaman og svo var svona fraternity party í University of South Alabama sem er hérna um 20 mín í burtu. Fyndið að fara í party og það var spurt um skilríki við innganginn.....aldrei lent í því áður. Svo komu svona öryggisverðir sem vinna hjá skólanum og voru bara á röltinu um húsið til að sjá hvort að allt færi ekki vel fram.............annað sem ég hef aldrei séð áður.

Annars er fyrsti dagurinn í nýju vinnunni minni á morgun. Ég verð að vinna í svona learning center þar sem nemendur geta komið og fengið hjálp við ensku og stærðfræði =) Ég verð sem sagt svona math tutor, vona bara að ég geti útskýrt stærðfræði almennilega á ensku.....

Pease out......
lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?