miðvikudagur, janúar 12, 2005
Hæ =) Já ég er komin aftur til Alabama.......það er bara ágætt - 20 stiga hiti og fínerí. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom dúðuð frá Íslandi var að fara í stutt pils og hlírabol =) það er samt óvenjulega heitt hérna þessa dagana og það á að kólna bráðum......Það er samt frekar einmanalegt hérna í herberginu mínu þar sem að hún Lilja mín ákvað að snúa ekki aftur til Mobile en að fara í annan skóla í Orlando ásamt honum Bjössa sínum...... Annars gekk ferin hingað út ekkert svo illa fyrir utan hvað hún er helvíti löng. Ég þurfti fyrst að gista eina nótt í Boston því að ég gat ekki fengið beint flug til Boston. Ég og Jónsi kíktum á hinn eina sanna Staupastein........where everybody knows your name ;o) Svo átti ég að fljúa til Charlotte, NC, og þaðan til Mobile, AL. Sem er svo sem ekki frásögu færandi nema þegar við vorum hálfnum til Mobile var tilkynnt að við þyrftum að snúa við vegna þoku og lenda aftur í Charlotte........vá hvað ég var pirruð. Svo lentum við og helv.. flugfélagið borgaði ekki einu sinni hótel fyrir okkur. Gáfu okkur einhvern afsláttarmiða sem við gátum notað. Endaði með því að ég, Jónsi og annar strákur úr hafnarboltaliðinu hérna sem við könnuðumst við fengum okkur bara saman eitt herbergi...........spara smá pening sko. Svo loksins lentum við í Mobile á hádegi á þriðjudag í staðinn fyrir mánudagskvöld. Svo byrjaði skólinn bara í dag, miðvikudag. Tímarnir leggjast alveg ágætlega í mig.......ætti ekki að vera neitt of slæmt..... En ég er að hugsa um að koma mér í háttinn því að ég er að drepast úr þreytu............... |