mánudagur, mars 29, 2004

Ekki hægt að segja annað en að helgin hafi verið hrein snilld.....

Byrjaði heldur rólega samt á föstudagskvöldinu. Horfði bara á video með nokkrum vinum því að við áttum leik á laugardaginn. Lögðum þann merka skóla George Washington 3-0. Góður sigur í þessum hörku nágrannaslag =)

Alex vinkona mín átti svo afmæli á laugardaginn. Við stelpurnar ákváðum að koma henni á óvart. Stelpurnar byrjuðu á því að vekja hana um morguninn með afmælissöngnum og afmælistertu. Ég gat því miður ekki komið því að leikurinn okkar var svo snemma =( Svo var henni sagt að hún væri að fara að gera eitthvað með okkur um kvöldið og átti að vera tilbúin á slaginu 6. Við tókum leigubíl niður til Georgetown en Alex vissi náttlega ekki hvert hún var að fara. En haldiði ekki að leigubílstjórinn hafi drullað því út úr sér og líka hvert við ætluðum að borða þó að hann vissi að hún mætti ekki vita hvert við vorum að fara.......sumt fólk sko. En alla vega þá borðuðum við á æðislegum ítölskum veitingastað. Oh hvað maturinn var góður...uhmm. Alex fékk meira að segja afmælisköku með kerti =) Svo fórum við aftur upp í skóla að partýjast smá áður en við fórum til Adams Morgan á skemmtistað. Það endaði með því að næstum allir sem búa á hæðinni fóru á sama staðinn og svo var bara dansað langt fram á nótt........geðveikt stuð!!!

Við náðum svo síðust metró-lestinni heim og það eiga að ganga rútur frá metróstöðinni og uppí skóla því að það er smá spotti að labba. En nei.....rúturnar voru hættar að ganga þó að þær eigi að ganga þar til metró-lestin hættir að ganga. Svo við máttum gjöra svo vel að labba alla leiðina upp í skóla. Við náttúrulega á háhæluðum skóm og þreytt eftir að hafa dansað allt kvöldið svo þið getið rétt ímyndað ykkur hversu lengi það tók að labba, örugglega alveg hálftíma.......það endaði nú með því að sumar stelpurnar voru komnar í skó af strákunum og létu þá ganga á sokkunum.....hahahaha.

...........pease out lesendur svara

fimmtudagur, mars 25, 2004

Ég held að það sé alveg búið að sanna það að Ingibjörg kom með kalda veðrið með sér frá Íslandi þegar hún kom hingað og tók það svo með sér aftur heim þegar hún fór. Það var búið að vera æðislegt veður í marga daga áður en hún kom og svo kom bara skítaveður og kuldi í tvær vikur. Og viti menn, núna eftir að hún fór er bara búið að vera 20 stiga hiti og sól og læti!!!!!!!!

Það er ekki um að villast að skólinn er byrjaður aftur. Tvö próf í þessari viku, búin að taka eitt og svo er annað á morgun, og svo rignir yfir mann verkefnum alveg hreint. Katie vinkona mín sagði mér í dag að það eru bara svona 4 kennsluvikur eftir......ég ætlaði ekki að trúa því. Þessi önn er búin að líða alveg fáránlega fljótt og hún er bara alveg að vera búin og svo styttist bara í að ég komi heim =)

Annars er ég búin að ákveða að fara í HÍ í haust. Mér bauðst styrkurinn hérna ekki aftur, var bara eitthvað eins árs dót, svo að ég get ekki verið hérna lengur. Fékk reyndar tilboð frá tveimur öðrum skólum um fullan skólastyrk en ákvað samt að fara heim og læra þar, held að ég fái betri menntun þar. Alla vega er það planið í dag en hver veit hvað mun gerast.........

Já og svo er hele familien bara að fara að kíkja í heimsókn eftir 2 vikur. Verður eflaust gaman að fá þau í heimsókn og geta sýnt þeim borgina og svoleiðis. Svo er búið að kaupa miða á NBA leik, Washington Wizards vs New York Knicks. Brósi er svo mikill körfuboltamaður nebblega. Auk þess er heldur ekki hægt að fara til Bandaríkjana án þess að fara á NBA leik. Það væri eins og að fara til Englands og ekki fara á fótboltaleik!!!!!! Það bara meikar ekki sence!!!!!

En þangað til næst....hafið það bara sem allra best =) lesendur svara

laugardagur, mars 20, 2004

Þegar ég var búin í skólanum í gær þá skruppum við Ingibjörg aðeins niður í Georgetown. Ingibjörg vildi nebblega fara í Victoria secret!!!!!! Maður verður náttlega að fara í Victoria secret í Bandaríkjunum. Það er ekki eins og þær séu einhvers staðar annars staðar!!!!!! Svo ætluðum við að fá okkur að borða í Hard Rock Café því að Ingibjörg er, eins og allir vita, aðdáandi #1 ;) En á leiðinni löbbuðum við fram hjá Jonny Rockets sem er svona gamaldags amerískur diner. Þegar maður stígur þarna inn er eins og maður stigi inn í fimmta áratuginn. Það eru svona básar og það eru littlir "juke boxes" (hef ekki hugmynd um hvernig á að stafa þetta) á hverju einasta borði. Þjónarnir eru með svona hatta og það er hægt að borða við barinn á svona barstólum. Við fengum okkur feita ameríska hamborgar, franskar og milkshake........gerist bara ekki amerískara!!! Svo þegar við vorum að borða byrjuðu ljósin allt í einu að blikka eins og diskóljós og þjónarnir fóru í röð og byrjuðu að dansa........við dóum úr hlátri. Strákagreyin voru að reyna að dansa í takt og vera samtaka en það var bara ekki hægt........hahahahahahaha.

Við gerðum heiðarlega tilraun til að fara og dansa salsa í gær. Fórum með Marcellu og Tanja sem er vinkona Marcellu frá Equador. Við vorum komnar á klúbbinn um hálf eitt, allt í lagi með það. Svo þurftum við náttlega að sýna skilríki, allt í lagi með það. Það þurfti ekki að vera 21 til að komast inn, eins gott því engin af okkur eru orðnar 21. En svo var Ingibjörg bara kem kreditkortið sitt, það er með mynd og segir hvenær hún var fædd, en þeir sögðust ekki getað tekið það sem "valid id", hálfvitar. Svo voru þeir ekkert nema dónaskapurinn við okkur, það var ekki eins og hún hafði verið að reyna að þykjast vera 21 til að mega drekka. Okkur langaði bara að fara inn og dansa!!!!

Vorum þarna úti í kuldanum í Georgetown þar sem eru næstum því bara barir og maður þarf að vera 21 til að komast inn á barina svo að við höfðum ekki hugmynd um hvað við áttum að gera. Röltum þarna um eitthvað og kíktum inn á annan klúbb en hann var næstum því tómur svo að við vorum fljótar að koma okkur út.

Við enduðum svo á egypskum veitingastað sem Marcella vissi um. Það var bara allt í lagt. Svolítið öðruvísi. Það var magadansmær að dansa og lifandi egypsk tónlist. Endaði svolítið öðruvísi en við höfðum ætlað en við skemmtum okkur samt vel og það er fyrir öllu.......ekki satt =)

ísland.......bezt í heimi =) lesendur svara

föstudagur, mars 19, 2004

Sorgardagur

Ég kom heim í dag eftir mjög langan dag. Ég fór á æfingu í morgun klukkan átta og var svo í tíma alveg til klukkan fimm. En já ég kom heim og athugaði símsvarann minn (já allir ameríkanar eru með símsvara og auðvitað ég líka ;)). Haldiði ekki bara að það hafi verið skilaboð frá Laufeyju lögfræðingi. Ég var ekkert smá glöð að heyra að hún hafði hringt........en svo skyggði heldur betur á sæluna. Hún hafði nefnilega hringt til að láta mig vita að MR sjálfur hafði tapað í gettu betur. Mig langaði bókstaflega til að grenja. Ég hreinlega trúði þessu ekki!!!!!! Ég fór strax á netið til að horfa á keppnina......horfði reyndar bara á endinn, en það var ekki um villst: MR, sá stórkostlegi skóli, hafði tapað fyrir borgarholtsskóla í gettu betur eftir að hafa sigrað í 11 ár í röð!!!!!!!!
Ég verð eiginlega að segja að ég er bara dauðfegin að vera útskrifuð akkúrat núna og þurfa ekki að fara í skólann, hlítur að vera frekar sorglegt andrúmsloft þar núna :( sorglegt, sorglegt, sorglegt!!


En nóg um það......við vinnum bara næst =)

Síðustu dagar Ingibjargar eru að renna upp í landi tækifæranna og þá á sko þokkalega að taka á því. Við erum ekki búnar að gera neitt þessa viku, þ.e. Ingibjörg er ekki búin að gera neitt, því að ég hef endalausa heimavinnu sem ég þarf að gera. En henni verður sko fleygt til hliðar yfir helgina.

Í kvöld ætlum við örugglega að fara með Suður-Amerísku vinum mínum að dansa salsa =) ég hef bara einu sinni farið og ég man ekki neitt en það er alltaf gaman að fara út að dansa =)

Á laugardaginn á svo að sýna Ingibjörgu alvöru amerískt college partý =) það verður eflaust skrautlegt!!!

......en þangað til næst, brosið framan í heiminn og hann muna brosa við ykkur =) (vá veit ekki hvaðan þetta kom) lesendur svara

miðvikudagur, mars 17, 2004

Gott dæmi um hvað Bandaríkjamenn eru hátíðadagaglaðir: Í dag er Saint Patricksday og hefðin er víst að allir eigi að vera í einhverju grænu. Svo eru þeir klippnir sem eru ekki í neinu grænu. Vinkona mín skammaði mig fyrir að vera ekki í neinu grænu. Ég náttlega afsakaði mig á því að við höldum ekki upp á Saint Patricksday á Íslandi og ég vissi ekkert út á hvað þessi dagur gengur. Svo kemur í ljós að hún hefur ekki hugmynd um það heldur, veit bara að það á að vera í einhverju grænu og alls ekki neinu appelsínugulu. En þetta er víst einhver Írskur dagur. Fólkið sem er írskt er alltaf að sega:"Kysstu mig, ég er írsk(ur)".

En alla vega, langaði bara til að deila þessu með ykkur. Við fengum því miður samt ekki frí í dag :(

lesendur svara

þriðjudagur, mars 16, 2004

Heil og sæl

Fólk bara gerir ekkert annað en að öskra á mig fyrir að vera ekki nógu dugleg að skrifa á bloggið........róa sig aðeins niður. Anda djúpt og slaka á. Ég er að reyna eins og ég get ok!!!

Já fólk orðið aðeins forvitið um "date-ið" hennar Ingibjörgu og Laufey heimtar ferðasögur. Sko date-ið fór bara vel held ég.....veit ekki annað að minnsta kost. Svo ákvað stelpan bara að vera lengur.....ég er alveg geðveikt hamingjusöm að fá að hafa hana hjá mér aðeins lengur =). En nei það er nú ekki beint út af date-inu (en svona milli mín og þín alveg smá) hún var alveg búin að hugsa um að vera lengur, hringdi upp á flugleiði í gær og það var bara minnsta málið að breyta fluginu svo að hún bara ákvað að slá til =)

Ferðasögur já.......ég veit nú ekki alveg. Við erum búnar að fá alveg þvílíka athygli hérna samt. Allir að spyrja hvaðan við erum því við tölum alveg rosalega skrítið hrognamál. Það hefur verið spurt hvort við séum frá Þýskalandi, Svíþjóð, Rússlandi og jafnvel Frakklandi en auðvitað getur enginn giskað á rétt land......nei það er of fátt fólk sem býr þar....samt eru þeir úti um allt!!! Ótrúlegt.

Lentum samt í smá ævintýri á leiðinni heim frá New York. Ætluðum að ná rútu klukkan átta um kvöldið. En klukkan hálf átta áttum við ennþá eftir að ná í töskurnar sem við höfðum látið geyma yfir daginn því við þurftum að tékka okkur út fyrir hádegi og nenntum ekki að dröslast með töskurnar um alla New York borg. Þegar við loksins komumst til að ná í töskurnar var náttúrulega búið að loka herberginu og við þurftum að leita út um allt hótelið að einhverjum sem gat opnað fyrir okkur. Tókst að lokum að finna einhvern en vorum orðnar ansi seinar. Hótelið var tíu blokkir í burtu frá rútustöðinni svo að við þurftum bókstaflega að hlaupa alla leiðina, gegnum time square og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það var mikið af fólki þar. Þurftum að olnboga okkur í gegnum mannþröngina. En við náðum samt á rútustöðina svona 2 mínútur fyrir átta en áttum eftir að komast að því frá hvaða hliði rútan færi. Loksins fundum við upplýsingaborð og komumst að því að hliðið var í hinum enda rútustöðvarinnar. Við hlupum þangað og það var einmitt verið að hleypa fólkinu inn. Svo þegar það var komið að okkur var rútan orðin full!!!! Frábært!!! Okkur var sagt að önnur rúta færi klukkan 9 og við þyrftum að bíða eftir henni!!! Öll hlaupin til einskis!!!! En allt í lagi við gátum svo sem beðið í klukkutíma eftir næstu rútu. En nei nei, þegar við vorum búnar að bíða í svona 20 mínútur haldiði ekki að brunabjallan hafi farið í gang!!!! Hversu týpísk heppni fyrir okkur Ingibjarginar er það eiginlega. Við bara hreinlega trúðum þessu ekki. Vissum ekki alveg hvað við áttum af okkur að gera. Fyrstu viðbrögð var náttúrulega að grípa töskurnar og koma sér út eins og fljótt var en allir stóðu bara þarna og högguðust ekki. Allt fólkið stóð bara þarna í örugglega heila mínútu án þess að sýna nein viðbrögð. Svo var loksins sagt í hátalarakerfinu að það væri ekkert að og þetta væri bara "false alarm". En pælið samt í því ef það hefði verið eldu í alvörunni.....allir bara eitthvað standandi þarna og gerðu ekki neitt!!!!!

......Don´t worry, be happy lesendur svara

sunnudagur, mars 14, 2004

Jæja þá er spring break bara að verða búið :( skóli á morgun og leiðindi!! Búið að vera samt ótrúlega gaman hjá okkur Ingibjörg og alveg æðislegt að hafa hana.....þó að hún drasli svolítið til ;)

Þó að hún sé bara búin að vera hérna í 10 daga þá er hún búin að gera alveg ótrúlega mikið að týpískum amerískum hlutum. Hún fór náttlega til New York og sá hvíta húsið og svoleiðis. Við unnum svo smá sjálfboðunarvinnu í dag með samtökum sem heita "food not bombs" og gefa heimilislausu fólki að borða um öll Bandaríkin og svo er hún að fara á amerískt DATE í kvöld =) á meðan ég sit heima og læri :(

Svo verður Ingibjörg varla farin þegar næstu gesti koma því Jói, mamma, afi og amma ætla að koma að heimsækja mig yfir páskana =) Það verður gaman að sjá þau og fá að sýna þeim borgina =)

en ég ætla að fara að slétta hárið á Ingibjörgu fyrir date-ið hennar................take care =) lesendur svara

föstudagur, mars 12, 2004

WE LOVE NEW YORK

Við Ingibjörg vorum að koma frá New York og mér tókst að láta Ingibjörg verða alveg jafnástfangna af borginni og ég er =)

Empire state, Frelsisstyttan, Times square, 5th avenue og mannlífið.............says it all!!!!!!!!! lesendur svara
This page is powered by Blogger. Isn't yours?