föstudagur, mars 19, 2004
Sorgardagur
Ég kom heim í dag eftir mjög langan dag. Ég fór á æfingu í morgun klukkan átta og var svo í tíma alveg til klukkan fimm. En já ég kom heim og athugaði símsvarann minn (já allir ameríkanar eru með símsvara og auðvitað ég líka ;)). Haldiði ekki bara að það hafi verið skilaboð frá Laufeyju lögfræðingi. Ég var ekkert smá glöð að heyra að hún hafði hringt........en svo skyggði heldur betur á sæluna. Hún hafði nefnilega hringt til að láta mig vita að MR sjálfur hafði tapað í gettu betur. Mig langaði bókstaflega til að grenja. Ég hreinlega trúði þessu ekki!!!!!! Ég fór strax á netið til að horfa á keppnina......horfði reyndar bara á endinn, en það var ekki um villst: MR, sá stórkostlegi skóli, hafði tapað fyrir borgarholtsskóla í gettu betur eftir að hafa sigrað í 11 ár í röð!!!!!!!!
Ég verð eiginlega að segja að ég er bara dauðfegin að vera útskrifuð akkúrat núna og þurfa ekki að fara í skólann, hlítur að vera frekar sorglegt andrúmsloft þar núna :( sorglegt, sorglegt, sorglegt!!
En nóg um það......við vinnum bara næst =)
Síðustu dagar Ingibjargar eru að renna upp í landi tækifæranna og þá á sko þokkalega að taka á því. Við erum ekki búnar að gera neitt þessa viku, þ.e. Ingibjörg er ekki búin að gera neitt, því að ég hef endalausa heimavinnu sem ég þarf að gera. En henni verður sko fleygt til hliðar yfir helgina.
Í kvöld ætlum við örugglega að fara með Suður-Amerísku vinum mínum að dansa salsa =) ég hef bara einu sinni farið og ég man ekki neitt en það er alltaf gaman að fara út að dansa =)
Á laugardaginn á svo að sýna Ingibjörgu alvöru amerískt college partý =) það verður eflaust skrautlegt!!!
......en þangað til næst, brosið framan í heiminn og hann muna brosa við ykkur =) (vá veit ekki hvaðan þetta kom) lesendur svara
Ég kom heim í dag eftir mjög langan dag. Ég fór á æfingu í morgun klukkan átta og var svo í tíma alveg til klukkan fimm. En já ég kom heim og athugaði símsvarann minn (já allir ameríkanar eru með símsvara og auðvitað ég líka ;)). Haldiði ekki bara að það hafi verið skilaboð frá Laufeyju lögfræðingi. Ég var ekkert smá glöð að heyra að hún hafði hringt........en svo skyggði heldur betur á sæluna. Hún hafði nefnilega hringt til að láta mig vita að MR sjálfur hafði tapað í gettu betur. Mig langaði bókstaflega til að grenja. Ég hreinlega trúði þessu ekki!!!!!! Ég fór strax á netið til að horfa á keppnina......horfði reyndar bara á endinn, en það var ekki um villst: MR, sá stórkostlegi skóli, hafði tapað fyrir borgarholtsskóla í gettu betur eftir að hafa sigrað í 11 ár í röð!!!!!!!!
Ég verð eiginlega að segja að ég er bara dauðfegin að vera útskrifuð akkúrat núna og þurfa ekki að fara í skólann, hlítur að vera frekar sorglegt andrúmsloft þar núna :( sorglegt, sorglegt, sorglegt!!
En nóg um það......við vinnum bara næst =)
Síðustu dagar Ingibjargar eru að renna upp í landi tækifæranna og þá á sko þokkalega að taka á því. Við erum ekki búnar að gera neitt þessa viku, þ.e. Ingibjörg er ekki búin að gera neitt, því að ég hef endalausa heimavinnu sem ég þarf að gera. En henni verður sko fleygt til hliðar yfir helgina.
Í kvöld ætlum við örugglega að fara með Suður-Amerísku vinum mínum að dansa salsa =) ég hef bara einu sinni farið og ég man ekki neitt en það er alltaf gaman að fara út að dansa =)
Á laugardaginn á svo að sýna Ingibjörgu alvöru amerískt college partý =) það verður eflaust skrautlegt!!!
......en þangað til næst, brosið framan í heiminn og hann muna brosa við ykkur =) (vá veit ekki hvaðan þetta kom) lesendur svara
Comments:
Skrifa ummæli