miðvikudagur, mars 17, 2004
Gott dæmi um hvað Bandaríkjamenn eru hátíðadagaglaðir: Í dag er Saint Patricksday og hefðin er víst að allir eigi að vera í einhverju grænu. Svo eru þeir klippnir sem eru ekki í neinu grænu. Vinkona mín skammaði mig fyrir að vera ekki í neinu grænu. Ég náttlega afsakaði mig á því að við höldum ekki upp á Saint Patricksday á Íslandi og ég vissi ekkert út á hvað þessi dagur gengur. Svo kemur í ljós að hún hefur ekki hugmynd um það heldur, veit bara að það á að vera í einhverju grænu og alls ekki neinu appelsínugulu. En þetta er víst einhver Írskur dagur. Fólkið sem er írskt er alltaf að sega:"Kysstu mig, ég er írsk(ur)".
En alla vega, langaði bara til að deila þessu með ykkur. Við fengum því miður samt ekki frí í dag :(
lesendur svara
En alla vega, langaði bara til að deila þessu með ykkur. Við fengum því miður samt ekki frí í dag :(
lesendur svara
Comments:
Skrifa ummæli