fimmtudagur, mars 25, 2004

Ég held að það sé alveg búið að sanna það að Ingibjörg kom með kalda veðrið með sér frá Íslandi þegar hún kom hingað og tók það svo með sér aftur heim þegar hún fór. Það var búið að vera æðislegt veður í marga daga áður en hún kom og svo kom bara skítaveður og kuldi í tvær vikur. Og viti menn, núna eftir að hún fór er bara búið að vera 20 stiga hiti og sól og læti!!!!!!!!

Það er ekki um að villast að skólinn er byrjaður aftur. Tvö próf í þessari viku, búin að taka eitt og svo er annað á morgun, og svo rignir yfir mann verkefnum alveg hreint. Katie vinkona mín sagði mér í dag að það eru bara svona 4 kennsluvikur eftir......ég ætlaði ekki að trúa því. Þessi önn er búin að líða alveg fáránlega fljótt og hún er bara alveg að vera búin og svo styttist bara í að ég komi heim =)

Annars er ég búin að ákveða að fara í HÍ í haust. Mér bauðst styrkurinn hérna ekki aftur, var bara eitthvað eins árs dót, svo að ég get ekki verið hérna lengur. Fékk reyndar tilboð frá tveimur öðrum skólum um fullan skólastyrk en ákvað samt að fara heim og læra þar, held að ég fái betri menntun þar. Alla vega er það planið í dag en hver veit hvað mun gerast.........

Já og svo er hele familien bara að fara að kíkja í heimsókn eftir 2 vikur. Verður eflaust gaman að fá þau í heimsókn og geta sýnt þeim borgina og svoleiðis. Svo er búið að kaupa miða á NBA leik, Washington Wizards vs New York Knicks. Brósi er svo mikill körfuboltamaður nebblega. Auk þess er heldur ekki hægt að fara til Bandaríkjana án þess að fara á NBA leik. Það væri eins og að fara til Englands og ekki fara á fótboltaleik!!!!!! Það bara meikar ekki sence!!!!!

En þangað til næst....hafið það bara sem allra best =) lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?