þriðjudagur, mars 16, 2004
Heil og sæl
Fólk bara gerir ekkert annað en að öskra á mig fyrir að vera ekki nógu dugleg að skrifa á bloggið........róa sig aðeins niður. Anda djúpt og slaka á. Ég er að reyna eins og ég get ok!!!
Já fólk orðið aðeins forvitið um "date-ið" hennar Ingibjörgu og Laufey heimtar ferðasögur. Sko date-ið fór bara vel held ég.....veit ekki annað að minnsta kost. Svo ákvað stelpan bara að vera lengur.....ég er alveg geðveikt hamingjusöm að fá að hafa hana hjá mér aðeins lengur =). En nei það er nú ekki beint út af date-inu (en svona milli mín og þín alveg smá) hún var alveg búin að hugsa um að vera lengur, hringdi upp á flugleiði í gær og það var bara minnsta málið að breyta fluginu svo að hún bara ákvað að slá til =)
Ferðasögur já.......ég veit nú ekki alveg. Við erum búnar að fá alveg þvílíka athygli hérna samt. Allir að spyrja hvaðan við erum því við tölum alveg rosalega skrítið hrognamál. Það hefur verið spurt hvort við séum frá Þýskalandi, Svíþjóð, Rússlandi og jafnvel Frakklandi en auðvitað getur enginn giskað á rétt land......nei það er of fátt fólk sem býr þar....samt eru þeir úti um allt!!! Ótrúlegt.
Lentum samt í smá ævintýri á leiðinni heim frá New York. Ætluðum að ná rútu klukkan átta um kvöldið. En klukkan hálf átta áttum við ennþá eftir að ná í töskurnar sem við höfðum látið geyma yfir daginn því við þurftum að tékka okkur út fyrir hádegi og nenntum ekki að dröslast með töskurnar um alla New York borg. Þegar við loksins komumst til að ná í töskurnar var náttúrulega búið að loka herberginu og við þurftum að leita út um allt hótelið að einhverjum sem gat opnað fyrir okkur. Tókst að lokum að finna einhvern en vorum orðnar ansi seinar. Hótelið var tíu blokkir í burtu frá rútustöðinni svo að við þurftum bókstaflega að hlaupa alla leiðina, gegnum time square og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það var mikið af fólki þar. Þurftum að olnboga okkur í gegnum mannþröngina. En við náðum samt á rútustöðina svona 2 mínútur fyrir átta en áttum eftir að komast að því frá hvaða hliði rútan færi. Loksins fundum við upplýsingaborð og komumst að því að hliðið var í hinum enda rútustöðvarinnar. Við hlupum þangað og það var einmitt verið að hleypa fólkinu inn. Svo þegar það var komið að okkur var rútan orðin full!!!! Frábært!!! Okkur var sagt að önnur rúta færi klukkan 9 og við þyrftum að bíða eftir henni!!! Öll hlaupin til einskis!!!! En allt í lagi við gátum svo sem beðið í klukkutíma eftir næstu rútu. En nei nei, þegar við vorum búnar að bíða í svona 20 mínútur haldiði ekki að brunabjallan hafi farið í gang!!!! Hversu týpísk heppni fyrir okkur Ingibjarginar er það eiginlega. Við bara hreinlega trúðum þessu ekki. Vissum ekki alveg hvað við áttum af okkur að gera. Fyrstu viðbrögð var náttúrulega að grípa töskurnar og koma sér út eins og fljótt var en allir stóðu bara þarna og högguðust ekki. Allt fólkið stóð bara þarna í örugglega heila mínútu án þess að sýna nein viðbrögð. Svo var loksins sagt í hátalarakerfinu að það væri ekkert að og þetta væri bara "false alarm". En pælið samt í því ef það hefði verið eldu í alvörunni.....allir bara eitthvað standandi þarna og gerðu ekki neitt!!!!!
......Don´t worry, be happy lesendur svara
Fólk bara gerir ekkert annað en að öskra á mig fyrir að vera ekki nógu dugleg að skrifa á bloggið........róa sig aðeins niður. Anda djúpt og slaka á. Ég er að reyna eins og ég get ok!!!
Já fólk orðið aðeins forvitið um "date-ið" hennar Ingibjörgu og Laufey heimtar ferðasögur. Sko date-ið fór bara vel held ég.....veit ekki annað að minnsta kost. Svo ákvað stelpan bara að vera lengur.....ég er alveg geðveikt hamingjusöm að fá að hafa hana hjá mér aðeins lengur =). En nei það er nú ekki beint út af date-inu (en svona milli mín og þín alveg smá) hún var alveg búin að hugsa um að vera lengur, hringdi upp á flugleiði í gær og það var bara minnsta málið að breyta fluginu svo að hún bara ákvað að slá til =)
Ferðasögur já.......ég veit nú ekki alveg. Við erum búnar að fá alveg þvílíka athygli hérna samt. Allir að spyrja hvaðan við erum því við tölum alveg rosalega skrítið hrognamál. Það hefur verið spurt hvort við séum frá Þýskalandi, Svíþjóð, Rússlandi og jafnvel Frakklandi en auðvitað getur enginn giskað á rétt land......nei það er of fátt fólk sem býr þar....samt eru þeir úti um allt!!! Ótrúlegt.
Lentum samt í smá ævintýri á leiðinni heim frá New York. Ætluðum að ná rútu klukkan átta um kvöldið. En klukkan hálf átta áttum við ennþá eftir að ná í töskurnar sem við höfðum látið geyma yfir daginn því við þurftum að tékka okkur út fyrir hádegi og nenntum ekki að dröslast með töskurnar um alla New York borg. Þegar við loksins komumst til að ná í töskurnar var náttúrulega búið að loka herberginu og við þurftum að leita út um allt hótelið að einhverjum sem gat opnað fyrir okkur. Tókst að lokum að finna einhvern en vorum orðnar ansi seinar. Hótelið var tíu blokkir í burtu frá rútustöðinni svo að við þurftum bókstaflega að hlaupa alla leiðina, gegnum time square og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það var mikið af fólki þar. Þurftum að olnboga okkur í gegnum mannþröngina. En við náðum samt á rútustöðina svona 2 mínútur fyrir átta en áttum eftir að komast að því frá hvaða hliði rútan færi. Loksins fundum við upplýsingaborð og komumst að því að hliðið var í hinum enda rútustöðvarinnar. Við hlupum þangað og það var einmitt verið að hleypa fólkinu inn. Svo þegar það var komið að okkur var rútan orðin full!!!! Frábært!!! Okkur var sagt að önnur rúta færi klukkan 9 og við þyrftum að bíða eftir henni!!! Öll hlaupin til einskis!!!! En allt í lagi við gátum svo sem beðið í klukkutíma eftir næstu rútu. En nei nei, þegar við vorum búnar að bíða í svona 20 mínútur haldiði ekki að brunabjallan hafi farið í gang!!!! Hversu týpísk heppni fyrir okkur Ingibjarginar er það eiginlega. Við bara hreinlega trúðum þessu ekki. Vissum ekki alveg hvað við áttum af okkur að gera. Fyrstu viðbrögð var náttúrulega að grípa töskurnar og koma sér út eins og fljótt var en allir stóðu bara þarna og högguðust ekki. Allt fólkið stóð bara þarna í örugglega heila mínútu án þess að sýna nein viðbrögð. Svo var loksins sagt í hátalarakerfinu að það væri ekkert að og þetta væri bara "false alarm". En pælið samt í því ef það hefði verið eldu í alvörunni.....allir bara eitthvað standandi þarna og gerðu ekki neitt!!!!!
......Don´t worry, be happy lesendur svara
Comments:
Skrifa ummæli