laugardagur, mars 20, 2004

Þegar ég var búin í skólanum í gær þá skruppum við Ingibjörg aðeins niður í Georgetown. Ingibjörg vildi nebblega fara í Victoria secret!!!!!! Maður verður náttlega að fara í Victoria secret í Bandaríkjunum. Það er ekki eins og þær séu einhvers staðar annars staðar!!!!!! Svo ætluðum við að fá okkur að borða í Hard Rock Café því að Ingibjörg er, eins og allir vita, aðdáandi #1 ;) En á leiðinni löbbuðum við fram hjá Jonny Rockets sem er svona gamaldags amerískur diner. Þegar maður stígur þarna inn er eins og maður stigi inn í fimmta áratuginn. Það eru svona básar og það eru littlir "juke boxes" (hef ekki hugmynd um hvernig á að stafa þetta) á hverju einasta borði. Þjónarnir eru með svona hatta og það er hægt að borða við barinn á svona barstólum. Við fengum okkur feita ameríska hamborgar, franskar og milkshake........gerist bara ekki amerískara!!! Svo þegar við vorum að borða byrjuðu ljósin allt í einu að blikka eins og diskóljós og þjónarnir fóru í röð og byrjuðu að dansa........við dóum úr hlátri. Strákagreyin voru að reyna að dansa í takt og vera samtaka en það var bara ekki hægt........hahahahahahaha.

Við gerðum heiðarlega tilraun til að fara og dansa salsa í gær. Fórum með Marcellu og Tanja sem er vinkona Marcellu frá Equador. Við vorum komnar á klúbbinn um hálf eitt, allt í lagi með það. Svo þurftum við náttlega að sýna skilríki, allt í lagi með það. Það þurfti ekki að vera 21 til að komast inn, eins gott því engin af okkur eru orðnar 21. En svo var Ingibjörg bara kem kreditkortið sitt, það er með mynd og segir hvenær hún var fædd, en þeir sögðust ekki getað tekið það sem "valid id", hálfvitar. Svo voru þeir ekkert nema dónaskapurinn við okkur, það var ekki eins og hún hafði verið að reyna að þykjast vera 21 til að mega drekka. Okkur langaði bara að fara inn og dansa!!!!

Vorum þarna úti í kuldanum í Georgetown þar sem eru næstum því bara barir og maður þarf að vera 21 til að komast inn á barina svo að við höfðum ekki hugmynd um hvað við áttum að gera. Röltum þarna um eitthvað og kíktum inn á annan klúbb en hann var næstum því tómur svo að við vorum fljótar að koma okkur út.

Við enduðum svo á egypskum veitingastað sem Marcella vissi um. Það var bara allt í lagt. Svolítið öðruvísi. Það var magadansmær að dansa og lifandi egypsk tónlist. Endaði svolítið öðruvísi en við höfðum ætlað en við skemmtum okkur samt vel og það er fyrir öllu.......ekki satt =)

ísland.......bezt í heimi =) lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?