mánudagur, mars 29, 2004
Ekki hægt að segja annað en að helgin hafi verið hrein snilld.....
Byrjaði heldur rólega samt á föstudagskvöldinu. Horfði bara á video með nokkrum vinum því að við áttum leik á laugardaginn. Lögðum þann merka skóla George Washington 3-0. Góður sigur í þessum hörku nágrannaslag =)
Alex vinkona mín átti svo afmæli á laugardaginn. Við stelpurnar ákváðum að koma henni á óvart. Stelpurnar byrjuðu á því að vekja hana um morguninn með afmælissöngnum og afmælistertu. Ég gat því miður ekki komið því að leikurinn okkar var svo snemma =( Svo var henni sagt að hún væri að fara að gera eitthvað með okkur um kvöldið og átti að vera tilbúin á slaginu 6. Við tókum leigubíl niður til Georgetown en Alex vissi náttlega ekki hvert hún var að fara. En haldiði ekki að leigubílstjórinn hafi drullað því út úr sér og líka hvert við ætluðum að borða þó að hann vissi að hún mætti ekki vita hvert við vorum að fara.......sumt fólk sko. En alla vega þá borðuðum við á æðislegum ítölskum veitingastað. Oh hvað maturinn var góður...uhmm. Alex fékk meira að segja afmælisköku með kerti =) Svo fórum við aftur upp í skóla að partýjast smá áður en við fórum til Adams Morgan á skemmtistað. Það endaði með því að næstum allir sem búa á hæðinni fóru á sama staðinn og svo var bara dansað langt fram á nótt........geðveikt stuð!!!
Við náðum svo síðust metró-lestinni heim og það eiga að ganga rútur frá metróstöðinni og uppí skóla því að það er smá spotti að labba. En nei.....rúturnar voru hættar að ganga þó að þær eigi að ganga þar til metró-lestin hættir að ganga. Svo við máttum gjöra svo vel að labba alla leiðina upp í skóla. Við náttúrulega á háhæluðum skóm og þreytt eftir að hafa dansað allt kvöldið svo þið getið rétt ímyndað ykkur hversu lengi það tók að labba, örugglega alveg hálftíma.......það endaði nú með því að sumar stelpurnar voru komnar í skó af strákunum og létu þá ganga á sokkunum.....hahahaha.
...........pease out lesendur svara
Byrjaði heldur rólega samt á föstudagskvöldinu. Horfði bara á video með nokkrum vinum því að við áttum leik á laugardaginn. Lögðum þann merka skóla George Washington 3-0. Góður sigur í þessum hörku nágrannaslag =)
Alex vinkona mín átti svo afmæli á laugardaginn. Við stelpurnar ákváðum að koma henni á óvart. Stelpurnar byrjuðu á því að vekja hana um morguninn með afmælissöngnum og afmælistertu. Ég gat því miður ekki komið því að leikurinn okkar var svo snemma =( Svo var henni sagt að hún væri að fara að gera eitthvað með okkur um kvöldið og átti að vera tilbúin á slaginu 6. Við tókum leigubíl niður til Georgetown en Alex vissi náttlega ekki hvert hún var að fara. En haldiði ekki að leigubílstjórinn hafi drullað því út úr sér og líka hvert við ætluðum að borða þó að hann vissi að hún mætti ekki vita hvert við vorum að fara.......sumt fólk sko. En alla vega þá borðuðum við á æðislegum ítölskum veitingastað. Oh hvað maturinn var góður...uhmm. Alex fékk meira að segja afmælisköku með kerti =) Svo fórum við aftur upp í skóla að partýjast smá áður en við fórum til Adams Morgan á skemmtistað. Það endaði með því að næstum allir sem búa á hæðinni fóru á sama staðinn og svo var bara dansað langt fram á nótt........geðveikt stuð!!!
Við náðum svo síðust metró-lestinni heim og það eiga að ganga rútur frá metróstöðinni og uppí skóla því að það er smá spotti að labba. En nei.....rúturnar voru hættar að ganga þó að þær eigi að ganga þar til metró-lestin hættir að ganga. Svo við máttum gjöra svo vel að labba alla leiðina upp í skóla. Við náttúrulega á háhæluðum skóm og þreytt eftir að hafa dansað allt kvöldið svo þið getið rétt ímyndað ykkur hversu lengi það tók að labba, örugglega alveg hálftíma.......það endaði nú með því að sumar stelpurnar voru komnar í skó af strákunum og létu þá ganga á sokkunum.....hahahaha.
...........pease out lesendur svara
Comments:
Skrifa ummæli