fimmtudagur, janúar 20, 2005

Ég klúðraði nú einhverju með síðustu færslu og hef ekki hugmynd um hvernig ég á að laga þetta þannig að þig hunsið bara annan kassann ok =)

Ég fór á fyrstu markmannsæfinguna mína í dag og vægast sagt þá get ég varla gengið akkúrat núna. Liðin eru ekki byrjuð að æfa við markmennirnir erum bara svo rosalega dugleg að við byrjuðum aðeins fyrr =) oh hvað það var samt gaman að fara á æfingu aftur þó að þjálfarinn gerir ekkert annað en að öskra á mig að ég sé of hæg en það er nú ekkert nýtt. Það ýtir mér líka bara áfram og kannski einn daginn verð ég fljótari en ég er akkúrat núna =)

Annars er ég með góðar fréttir því að þjálfarinn minn leyfði mér að taka fleiri einingar en skólastyrkurinn leyfir þannig að ég er í góðum málum og gæti jafnvel útskrifast vorið 2006 =)

En ég verð að þjóta..........við krakkarnir erum að fara í bíó =)




lesendur svara

Við vitum öll hversu gömul við erum..............en hversu gömul við erum í anda er svo allt annað mál.......

You Are 25 Years Old
25

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.
13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.
20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.
30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!
40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

What Age Do You Act?

Við vitum öll hversu gömul við erum....................en hversu gömul við erum í anda er svo annað mál....

You Are 25 Years Old
25

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.
13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.
20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.
30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!
40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

What Age Do You Act?

lesendur svara

mánudagur, janúar 17, 2005

Ohh það var frí í skólanum í dag. Ekkert betra þegar maður er nýbyrjaður í skólanum að fá frí =) Það er Martin Luther King Jr. dagur í dag og þess vegna fengum við frí. Ég er búin að vera alveg rosa löt í dag og gera akkúrat ekki neitt. Ég endurskipulagði herbergið mitt samt í gær úr því að núna er ég bara ein í herbergi. Ég færði bæði rúmin saman þannig að núna er ég alveg með risa rúm =) ekkert smá þægilegt.

Við fótboltafólkið vorum alveg ágætlega dugleg þessa helgina og fórum á djammið bæði laugardags og sunnudagskvöld. Kíktum aðeins niður í bæ á laugardaginn......mjög gaman og svo var svona fraternity party í University of South Alabama sem er hérna um 20 mín í burtu. Fyndið að fara í party og það var spurt um skilríki við innganginn.....aldrei lent í því áður. Svo komu svona öryggisverðir sem vinna hjá skólanum og voru bara á röltinu um húsið til að sjá hvort að allt færi ekki vel fram.............annað sem ég hef aldrei séð áður.

Annars er fyrsti dagurinn í nýju vinnunni minni á morgun. Ég verð að vinna í svona learning center þar sem nemendur geta komið og fengið hjálp við ensku og stærðfræði =) Ég verð sem sagt svona math tutor, vona bara að ég geti útskýrt stærðfræði almennilega á ensku.....

Pease out......
lesendur svara

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Hæ =)

Já ég er komin aftur til Alabama.......það er bara ágætt - 20 stiga hiti og fínerí. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom dúðuð frá Íslandi var að fara í stutt pils og hlírabol =) það er samt óvenjulega heitt hérna þessa dagana og það á að kólna bráðum......Það er samt frekar einmanalegt hérna í herberginu mínu þar sem að hún Lilja mín ákvað að snúa ekki aftur til Mobile en að fara í annan skóla í Orlando ásamt honum Bjössa sínum......

Annars gekk ferin hingað út ekkert svo illa fyrir utan hvað hún er helvíti löng. Ég þurfti fyrst að gista eina nótt í Boston því að ég gat ekki fengið beint flug til Boston. Ég og Jónsi kíktum á hinn eina sanna Staupastein........where everybody knows your name ;o) Svo átti ég að fljúa til Charlotte, NC, og þaðan til Mobile, AL. Sem er svo sem ekki frásögu færandi nema þegar við vorum hálfnum til Mobile var tilkynnt að við þyrftum að snúa við vegna þoku og lenda aftur í Charlotte........vá hvað ég var pirruð. Svo lentum við og helv.. flugfélagið borgaði ekki einu sinni hótel fyrir okkur. Gáfu okkur einhvern afsláttarmiða sem við gátum notað. Endaði með því að ég, Jónsi og annar strákur úr hafnarboltaliðinu hérna sem við könnuðumst við fengum okkur bara saman eitt herbergi...........spara smá pening sko. Svo loksins lentum við í Mobile á hádegi á þriðjudag í staðinn fyrir mánudagskvöld.

Svo byrjaði skólinn bara í dag, miðvikudag. Tímarnir leggjast alveg ágætlega í mig.......ætti ekki að vera neitt of slæmt.....

En ég er að hugsa um að koma mér í háttinn því að ég er að drepast úr þreytu...............
lesendur svara
This page is powered by Blogger. Isn't yours?