fimmtudagur, desember 11, 2003

Logan vinkona mín fann þetta á netinu um "college students". Ég og Katie herbergisfélagi minn lágum í hláturskasti þegar við lásum þetta.....þetta átti bara svo einstaklega vel við! Njótið vel......

The College Student

I am a college student. I have a specific shower stall which I refer to as ”mine” and my feet will never touch the floor of it.
I am a college student. I try to rotate stalls in the bathroom so I can read all the material taped to the walls.
I am a MALE college student. I always have more than one condom on hand. Two in one night? Morning after? You never know.
I am a college student. I now fail to distinguish the difference in taste between water and beer.
I am a FEMALE college student. I own a sweater which resembles a bathrobe.
I am a college student. Drunken scrawlings on my message board or late night drunken IM's from friends across campus no longer perplex me.
I am a college student. Somebody keeps stealing my damn message board marker.
I am a college student. I pre-party in my room just so I will be drunk enough not to notice the sub-zero weather when I walk to the bar without a coat.
I am a college student. I pray for hotties in my classes so that I will have reason to go to that class. I will, however, never talk to any of these hotties.
I am a college student. I can no longer remember what was cooked in those dirty dishes.
I am a college student. I have seen more than one party turn into a strip show.
I am a college student. My telephone number only has 4 digits.
I am a college student. I have spent nights on the floor because I couldn't get up the ladder to my bed.
I am a college student. I see no problem fitting 2 people in one twin size bed.
I am a MALE college student. I know that a gentleman would let her sleep next to the wall. (It's a long way to the floor).
I am a college student. I will cross busy streets just to pick up what might be a quarter.
I am a college student. I want a girl/boyfriend that disappears from 9pm-2am every friday and saturday night, reappearing undressed in bed with me when I get home.
I am a college student. Answering machine messages are a thing to be celebrated.
I am a college student. When I see movie trailers on TV, I say “I can't wait to RENT that”
I am a college student. Going 'out to eat' no longer involves getting in a vehicle.
I am a college student. I don't know half of my professors' names.
I am a FEMALE college student. I use empty beer bottles for vases.
I am a college student. Christmas lights are a year-round decoration.
I am a FEMALE college student. I have worn my huge fuzzy slippers to the cafeteria.


50 Things Admissions Never Told You About College
1. Quarters are gold.
2. Two meals per day is the standard.
3. Road trip whenever possible.
4. Going to the mailbox was never an ego booster/breaker before.
5. You will begin to nap again.
6. Your bookstore bill will almost equal tuition.
7. Squirt guns = Stress relief.
8. Instant messenger becomes an addiction.
9. E-mail becomes your second language.
10. College students throw paper airplanes too.
11. You never realized that so many people were smarter than you.
12. College football is the coolest thing on the planet.
13. Western Europe could be wiped out by a horrible plague and you wouldn't know, but you can recite last week's re-run of The Simpsons verbatim.
14. Cartoons are for all ages, especially Scooby Doo.
15. Disney movies are more than just classics.
16. You will never rent more movies in your life.
17. No one is too old for video games.
18. Procrastination is an art form.
19. SNOOD is more addicting than pot.
20. Thanks to Aimster/Audiogalaxy/Morpheus, you will never listen to one of your CDs ever again.
21. It never sucked so much to get sick. (Thursday, Friday and Saturdays)
22. The health service nurses are there because they couldn't make it at a real hospital. Never, ever forget that.
23. Care packages are right up there with birthdays.
24. Campus is only clean for Family Weekend and Freshman Orientation.
25. Nothing you want to register for will be open.
26. Classes... the later the better.
27. You are no longer thankful that the fire alarms are here to protect you.
28. Jeans may be worn as many times as the wearer desires.
29. The only time to dress up is when your jeans are dirty.
30. Showers become less important; sleep becomes more important.
31. Asleep by 2:30 am is an early night.
32. Creativity in the dining halls is key...
33. The freshman 15 is NOT a myth!!
34. If it's snowing out, the only reason you will leave your room is for food or alcohol.
35. Dishes smell after days of piling up.
36. Cereal makes a meal any time of the day.
37. You will eat anywhere that is a buffet.
38. You will eat anything that is free.
39. New additions to food groups: beer, ramen, and pizza.
40. Stealing from the dining hall will become second nature.
41. ATM's are the devils advocate. ATM= Another Twenty Missing.
42. Keys have never been so important, yet you seem to lose them or lock yourself out of the room even more.
43. Duct tape heals all wounds.
44. If they say you can't have it in your dorm, they are just kidding.
45. You will come to hate hallways/elevators with a passion.
46. Those ugly cinder blocks are not sound proof.
47. Pictures, posters, emails or anything else to cover the ugly cell we live in will be transformed into wallpaper.
48. Everyone is only nice for the first week. After that, no matter how nice you are, some people just won't smile back. Get used to it.
49. You are never alone!
50. You realize college is the ideal lifestyle, except for those pesky classes.

lesendur svara

sunnudagur, desember 07, 2003

Haldiði ekki bara að einhver hafi kveikt í heimavistinni hérna á fimmtudagsnóttina. Það var samt ekki eins og húsið stæði í björtu báli en einhver kveikti nokkra elda í byggingunni sem er samtengd minni. Ég var nýfarin að sofa þegar ég vakna við brunabjölluna. Þar sem það er ekki óvanalegt að einhver setji hana af stað í gamni sínu þá röltir maður nú bara niður í rólegheitunum. Þegar við komum niður komumst við að því að það er alvöru eldur. Öllum nemendunum var því troðið í andyrið þar sem mötuneytið er en þar eru fullt af borðum og nokkrir sófar. Já já við fáum að dúsa þar í fjóra tíma......ég er ekki að ýkja ég komst ekki í herbergið mitt fyrr en kl 8 um morguninn en brunabjallan fór af stað um 4 leytið. Það var eiginlega svona flóttamanna stemning þarna. Andyrið var troðið af fólki, allir að reyna að koma sér vel fyrir!

Þegar ég loksins fæ að fara upp í herbergið mitt aftur er bara klukkutími í tíma svo að ég fór ekkert að sofa og gat ekkert lagt mig um daginn. Ég er ennþá að jafna mig á þessu svefnleysi. Mæli ekki með því!!

Það versta er að skólinn bætir ekkert tjón sem verður í herbergjum í svona tilfellum. Það eru svona vatnsúðarar alls staðar í öllum herbergjum og göngum svo að í herbergum sem þeir fóru í gang var allt blautt og jafnvel tölvur eyðilagðar. Frekar fúlt...ha. En það eyðilagðist ekkert út af eldunum í herbergjum svo að það var gott....gangarnir lyktuðu reyndar alveg frekar illa.

En já síðasti kennsludagurinn á morgun =) svo eru nokkrir dagar í upplestrarfrí, þrjú próf og svo er ég komin heim =) lesendur svara

fimmtudagur, desember 04, 2003

Let it snow, let it snow, let it snow..... haldiði að það sé ekki bara snjókoma í Washington D.C. =)

Ég borðaði hádegismat með Michelle frá Ekvador og Marilyn frá Kúveit. Marilyn sá snjó í fyrsta skiptið yfir þakkagjörðarhátíðina en hún fór til Chicago til að heimsækja bróður sinn. Michelle er að sjá snjó í fyrsta skipti núna...........getiði ímyndað ykkur að hafa aldrei séð snjó!!!! Ég ætla sko að draga hana út í snjókast.....það er því miður ekki nógu mikill snjór til að búa til snjókall....ekki ennþá að minnsta kosti!!!

Kannski verður bara enginn skóli á morgun vegna snjókomu......það væri náttúrulega geðveikt!!! lesendur svara

miðvikudagur, desember 03, 2003

Úfffffff ég er greinilega komin aftur í skólann..........nágrannar sem halda mér vakandi þangað til 4 um nóttina þó að ég þurfi að vakna snemma morguninn eftir og herbergisfélagi sem talar við kærastann í símann 8 tíma á dag....þau rífast öllu heldur - í alvörunni, þau öskra á hvort annað stanslaust og skella hiklaust á hvort annað!!! MJÖG PIRRANDI!!! Alla vega þá saknaði ég þess ekkert sérstaklega mikið...

Jæja nóg um það. Ég er formlega búin með líffræði þessa önn. Tók lokaprófið í gær og svo lokaprófið í verklegu í dag. Þessi önn er virkilega farin að styttast í annan endann........einkar góð tilfinning. Bara þrír kennsludagar eftir og 4 tímar =)

Ég veit ekki afhverju ég er að reyna að babla eitthvað hérna þar sem ég er ekki búin að gera neitt síðan ég kom aftur úr fríinu nema að læra og það á eftir að vera þannig þangað til ég fer heim.......

Ég ætla sem sagt að hætta að pína ykkur á þessu bulli og fara aftur að læra... lesendur svara

mánudagur, desember 01, 2003

Svona til að byrja með.....Til hamingju með fullveldisdaginn

En jæja þá eru bara 5 kennsludagar eftir og það fer loksins að styttast í það að ég fái að fara heim. Tvær vikur...júhú.

Það var mjög gaman í fríinu. Ekkert smá gott að slaka bara á í heitapottinum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af skólanum - þó það væri ekki nema bara í nokkra daga.

Við fórum að versla í Philadelphia, fórum á bóndamarkað það sem var hægt að finna næstum hvað sem er. Við fórum á jólasýningu sem var alveg stórkostleg. Svo má auðvitað ekki gleyma sjálfri þakkagjörðarmáltíðinni. Það borðuðu allir hafi yfir sig - vægast sagt. Þau sýndu mér líka hús sem er skreytt alveg óheyrilega mikið fyrir jólin og það er kveikt á því daginn eftir thanksgiving. Ég hef aldrei séð hús skreytt svona mikið. Og það sem meira er að það stendur við Santa Clause lane....pælið í því. Þið getið séð myndir hérna.

Fjölskylda Katie er alveg frábær. Mamma hennar er frá North Carolina og talar með suðrænum hreim. Hún er svona aðeins of þung og næstum jafn há og ég. Pabbi hennar er frá New Mexico og er með Texas hreim. Hann er lágvaxnari en mamma hennar og mjög grannur. Hann gengur um í kúrekastígvélum og er já eiginlega bara kúreki alveg í gegn. Þau keyra um á stórum hvítum pickup truck og hlusta á kántrýtónlist. Ef þetta er ekki amerískt þá veit ég bara ekki hvað.....

Ekkert smá gott að fá loksins almennilegan mat. Við fórum samt út að borða alla dagana nema á thanksgiving þá eldaði mamma hennar. Þau komu mér samt upp á lagið með bandarískan morgunmat. Einn morguninn bakaði mamma Katie pönnukökur. Þetta eru ekki pönnukökur eins og við borðum með sultu og rjóma. Þær eru meira eins og lummur en ég er viss um að allir vita um hvað ég er að tala. Svo hella þau alveg helling af sýrópi yfir........ég fæ bara vatn í munninn á að skrifa þetta ;)

Peace out.... lesendur svara
This page is powered by Blogger. Isn't yours?