mánudagur, desember 01, 2003
Svona til að byrja með.....Til hamingju með fullveldisdaginn
En jæja þá eru bara 5 kennsludagar eftir og það fer loksins að styttast í það að ég fái að fara heim. Tvær vikur...júhú.
Það var mjög gaman í fríinu. Ekkert smá gott að slaka bara á í heitapottinum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af skólanum - þó það væri ekki nema bara í nokkra daga.
Við fórum að versla í Philadelphia, fórum á bóndamarkað það sem var hægt að finna næstum hvað sem er. Við fórum á jólasýningu sem var alveg stórkostleg. Svo má auðvitað ekki gleyma sjálfri þakkagjörðarmáltíðinni. Það borðuðu allir hafi yfir sig - vægast sagt. Þau sýndu mér líka hús sem er skreytt alveg óheyrilega mikið fyrir jólin og það er kveikt á því daginn eftir thanksgiving. Ég hef aldrei séð hús skreytt svona mikið. Og það sem meira er að það stendur við Santa Clause lane....pælið í því. Þið getið séð myndir hérna.
Fjölskylda Katie er alveg frábær. Mamma hennar er frá North Carolina og talar með suðrænum hreim. Hún er svona aðeins of þung og næstum jafn há og ég. Pabbi hennar er frá New Mexico og er með Texas hreim. Hann er lágvaxnari en mamma hennar og mjög grannur. Hann gengur um í kúrekastígvélum og er já eiginlega bara kúreki alveg í gegn. Þau keyra um á stórum hvítum pickup truck og hlusta á kántrýtónlist. Ef þetta er ekki amerískt þá veit ég bara ekki hvað.....
Ekkert smá gott að fá loksins almennilegan mat. Við fórum samt út að borða alla dagana nema á thanksgiving þá eldaði mamma hennar. Þau komu mér samt upp á lagið með bandarískan morgunmat. Einn morguninn bakaði mamma Katie pönnukökur. Þetta eru ekki pönnukökur eins og við borðum með sultu og rjóma. Þær eru meira eins og lummur en ég er viss um að allir vita um hvað ég er að tala. Svo hella þau alveg helling af sýrópi yfir........ég fæ bara vatn í munninn á að skrifa þetta ;)
Peace out.... lesendur svara
En jæja þá eru bara 5 kennsludagar eftir og það fer loksins að styttast í það að ég fái að fara heim. Tvær vikur...júhú.
Það var mjög gaman í fríinu. Ekkert smá gott að slaka bara á í heitapottinum og þurfa ekki að hafa áhyggjur af skólanum - þó það væri ekki nema bara í nokkra daga.
Við fórum að versla í Philadelphia, fórum á bóndamarkað það sem var hægt að finna næstum hvað sem er. Við fórum á jólasýningu sem var alveg stórkostleg. Svo má auðvitað ekki gleyma sjálfri þakkagjörðarmáltíðinni. Það borðuðu allir hafi yfir sig - vægast sagt. Þau sýndu mér líka hús sem er skreytt alveg óheyrilega mikið fyrir jólin og það er kveikt á því daginn eftir thanksgiving. Ég hef aldrei séð hús skreytt svona mikið. Og það sem meira er að það stendur við Santa Clause lane....pælið í því. Þið getið séð myndir hérna.
Fjölskylda Katie er alveg frábær. Mamma hennar er frá North Carolina og talar með suðrænum hreim. Hún er svona aðeins of þung og næstum jafn há og ég. Pabbi hennar er frá New Mexico og er með Texas hreim. Hann er lágvaxnari en mamma hennar og mjög grannur. Hann gengur um í kúrekastígvélum og er já eiginlega bara kúreki alveg í gegn. Þau keyra um á stórum hvítum pickup truck og hlusta á kántrýtónlist. Ef þetta er ekki amerískt þá veit ég bara ekki hvað.....
Ekkert smá gott að fá loksins almennilegan mat. Við fórum samt út að borða alla dagana nema á thanksgiving þá eldaði mamma hennar. Þau komu mér samt upp á lagið með bandarískan morgunmat. Einn morguninn bakaði mamma Katie pönnukökur. Þetta eru ekki pönnukökur eins og við borðum með sultu og rjóma. Þær eru meira eins og lummur en ég er viss um að allir vita um hvað ég er að tala. Svo hella þau alveg helling af sýrópi yfir........ég fæ bara vatn í munninn á að skrifa þetta ;)
Peace out.... lesendur svara
Comments:
Skrifa ummæli