sunnudagur, desember 07, 2003
Haldiði ekki bara að einhver hafi kveikt í heimavistinni hérna á fimmtudagsnóttina. Það var samt ekki eins og húsið stæði í björtu báli en einhver kveikti nokkra elda í byggingunni sem er samtengd minni. Ég var nýfarin að sofa þegar ég vakna við brunabjölluna. Þar sem það er ekki óvanalegt að einhver setji hana af stað í gamni sínu þá röltir maður nú bara niður í rólegheitunum. Þegar við komum niður komumst við að því að það er alvöru eldur. Öllum nemendunum var því troðið í andyrið þar sem mötuneytið er en þar eru fullt af borðum og nokkrir sófar. Já já við fáum að dúsa þar í fjóra tíma......ég er ekki að ýkja ég komst ekki í herbergið mitt fyrr en kl 8 um morguninn en brunabjallan fór af stað um 4 leytið. Það var eiginlega svona flóttamanna stemning þarna. Andyrið var troðið af fólki, allir að reyna að koma sér vel fyrir!
Þegar ég loksins fæ að fara upp í herbergið mitt aftur er bara klukkutími í tíma svo að ég fór ekkert að sofa og gat ekkert lagt mig um daginn. Ég er ennþá að jafna mig á þessu svefnleysi. Mæli ekki með því!!
Það versta er að skólinn bætir ekkert tjón sem verður í herbergjum í svona tilfellum. Það eru svona vatnsúðarar alls staðar í öllum herbergjum og göngum svo að í herbergum sem þeir fóru í gang var allt blautt og jafnvel tölvur eyðilagðar. Frekar fúlt...ha. En það eyðilagðist ekkert út af eldunum í herbergjum svo að það var gott....gangarnir lyktuðu reyndar alveg frekar illa.
En já síðasti kennsludagurinn á morgun =) svo eru nokkrir dagar í upplestrarfrí, þrjú próf og svo er ég komin heim =) lesendur svara
Þegar ég loksins fæ að fara upp í herbergið mitt aftur er bara klukkutími í tíma svo að ég fór ekkert að sofa og gat ekkert lagt mig um daginn. Ég er ennþá að jafna mig á þessu svefnleysi. Mæli ekki með því!!
Það versta er að skólinn bætir ekkert tjón sem verður í herbergjum í svona tilfellum. Það eru svona vatnsúðarar alls staðar í öllum herbergjum og göngum svo að í herbergum sem þeir fóru í gang var allt blautt og jafnvel tölvur eyðilagðar. Frekar fúlt...ha. En það eyðilagðist ekkert út af eldunum í herbergjum svo að það var gott....gangarnir lyktuðu reyndar alveg frekar illa.
En já síðasti kennsludagurinn á morgun =) svo eru nokkrir dagar í upplestrarfrí, þrjú próf og svo er ég komin heim =) lesendur svara
Comments:
Skrifa ummæli