föstudagur, febrúar 11, 2005
Haldiði ekki bara að ég hafi búið mér til nýtt blogg í dag. Svo að framvegis mun ég skrifa þar inn..............og já ég skal vera dugleg að skrifa. Samt skrifaði ég í dag. Endilega lesið það hérna fyrir neðan =) |
Hææææ
Ingibjörg er í heimsókn hjá mér núna =) Pælið í vinkonu.......hún heimsækir mig hvar sem er ég er á hnettinum =)
Við erum samt ekki búnar að gera neitt merkilegt. Fórum út að borða á miðvikudaginn og svo á körfuboltaleik hérna í skólanum í gær. Hún fékk allavega að sjá klappstýrur og lukkudýr í fyrsta skipti =) Markmiðið er samt að fara að versla eða eitthvað í dag eða á morgun og svo kannski sýna henni næturlífið hérna í Mobile, Alabama!
Annars var helgin mjög góð. Eins og ég var búin að segja ykkur var aðalhelgin í Mardi Gras með fullt af skrúðgöngum og öllu tilheyrandi. Vá það var svo mikið af fólki í bænum að það var rosalegt.............og draslið maður, úff segi ég nú bara. Ég og Lindsey vinkona mín vorum að keyra niður í bæ og vorum að leita okkur að bílastæði (sem var mjög lítið um eins og þið getið ímyndað ykkur með allt þetta fólk) en það var fólk búið að leggja pickup-trukkunum sínum upp á gangstéttir og umferðareyjur og bara búin að koma sér þar fyrir með útilegustóla og voru bara að grilla í rólegheitum.....................Á MIÐRI GÖTUNNI. Vá ég held að ég hafi aldrei séð annað eins.
Svo var frí í skólanum í þriðjudaginn sem var lokadagur Mardi gras. Þá var farið niður í bæ um hádegið til að sjá skrúðgöngurnar. Ég er að segja ykkur það að göturnar voru troðfullar. Svo þegar leið á kvöldið og fólk búið að fá sér aðeins neðan í því þá sá maður löggurnar handtaka fólk hægri vinstri fyrir slagsmál. Það er ekki tekið neitt smá hart á þessu hérna samt. Ég sá einn gaur slá til annars og um leið voru löggurnar stökknar á þá með kyldurnar sínar og börðu þá báða niður í götu og handtóku þá. Það var sko engin miskun sýnd........
En þangað til næst..............
lesendur svara
Ingibjörg er í heimsókn hjá mér núna =) Pælið í vinkonu.......hún heimsækir mig hvar sem er ég er á hnettinum =)
Við erum samt ekki búnar að gera neitt merkilegt. Fórum út að borða á miðvikudaginn og svo á körfuboltaleik hérna í skólanum í gær. Hún fékk allavega að sjá klappstýrur og lukkudýr í fyrsta skipti =) Markmiðið er samt að fara að versla eða eitthvað í dag eða á morgun og svo kannski sýna henni næturlífið hérna í Mobile, Alabama!
Annars var helgin mjög góð. Eins og ég var búin að segja ykkur var aðalhelgin í Mardi Gras með fullt af skrúðgöngum og öllu tilheyrandi. Vá það var svo mikið af fólki í bænum að það var rosalegt.............og draslið maður, úff segi ég nú bara. Ég og Lindsey vinkona mín vorum að keyra niður í bæ og vorum að leita okkur að bílastæði (sem var mjög lítið um eins og þið getið ímyndað ykkur með allt þetta fólk) en það var fólk búið að leggja pickup-trukkunum sínum upp á gangstéttir og umferðareyjur og bara búin að koma sér þar fyrir með útilegustóla og voru bara að grilla í rólegheitum.....................Á MIÐRI GÖTUNNI. Vá ég held að ég hafi aldrei séð annað eins.
Svo var frí í skólanum í þriðjudaginn sem var lokadagur Mardi gras. Þá var farið niður í bæ um hádegið til að sjá skrúðgöngurnar. Ég er að segja ykkur það að göturnar voru troðfullar. Svo þegar leið á kvöldið og fólk búið að fá sér aðeins neðan í því þá sá maður löggurnar handtaka fólk hægri vinstri fyrir slagsmál. Það er ekki tekið neitt smá hart á þessu hérna samt. Ég sá einn gaur slá til annars og um leið voru löggurnar stökknar á þá með kyldurnar sínar og börðu þá báða niður í götu og handtóku þá. Það var sko engin miskun sýnd........
En þangað til næst..............
lesendur svara
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Hey ya´ll =)
Spennandi vika framundan hjá mér. Ég er að fara til New Orleans á morgun á nba leik........það er náttlega ekkert nema stemmning. Svo fer ég aftur til New Orleans á föstudaginn fyrir Mardi Gras en það er risa hátíð (svona eins og karnival held ég) sem er reyndar upprunnin hérna í Mobile en er núna stærst í New Orleans þannig að við ætlum að skella okkur þangað. Það á víst að vera geðveikt gaman og rosa mikið af fólki =) Bara svona vildi láta ykkur vita einu sinni hvað ég væri svona af mér að gera....... Annars var ég að koma frá Taco Bell með Láru sweetmatinum mínum............ég elska Taco Bell =) ..........ég læt ykkur svo vita hvernig var í New Orleans =) chaio |