þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Jæja þá er mín komin aftur til Mobile, Alabama. Það er 30.nóvember og það er rúmlega 20 stiga hiti. Er þetta eðlilegt ég bara spyr. Ekki það að ég sé að kvarta. Mér finnst voða þægilegt hitastigið hérna. En ég kem heim eftir tæplega 2 vikur og ég er ansi hrædd um að ég eigi bara eftir að frjósa úr kulda.......bókstaflegt. Þið vitið nú flest hversu mikil kuldaskræfa ég er. Það liggur við að ég klæði mig mest hérna af öllum og svo er ekkert jólalegt því að það er ekki einu sinni kalt.......

............ég verð bara að bíða aðeins með jólaskapið ;o)

Thanksgiving var rosa gaman. Gerði svo sem alls ekki neitt. Það var mikið borðað og slakað á. Mjög notalegt. Svo náði ég að kaupa flestar jólagjafirnar líka svo að það var léttir. Rosa gaman að sjá vini síðan í fyrra en samt rosa skrítið líka. Mikið af þessu fólki var ég ekki búin að sjá síðan í maí. Og guð má vita hvort ég mun nokkurn tíman sjá þau aftur........

Annars hlakkar mig alveg rosalega mikið til að koma heim og hitta ykkur öll =)

.........take care


lesendur svara

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Vá hvað tíminn flýgur.....

Við sem sagt töpuðum í fyrsta leik í regionals og draumurinn um californiu dó (sniff). Við erum búnar að vera í fríi síðan 2. nóvember og ég veit bara ekki hvað ég á við tímann að gera. Við Lilja sofum bara allan daginn liggur við..........nei kannski ekki alveg. Við erum nú búnar að vera duglega að fara í ræktina, aðeins svona til að halda okkur í formi.

Í gær kom út svona bæklingur um fótboltaliðin. Ég hélt ég myndi deyja úr hlátri þegar ég sá rosterinn okkar. Fyrir neðan hann er svona pronouncication chart.........þ.e. hvernig á að bera fram nöfn okkar útlendingana. Það á sem sagt að bera fram nafnið mitt Inga Yo-han-es-doe-tear og Lilja heitir Lil-ya Sig-ger-gearsce-doe-tear. Þeir eiga í erfiðleikum með nafnið mitt en þeim finnst Lilja mun erfiðara að segja. Við bara gátum ekki hætt að hlægja að þessu........

Thanksgiving er í næstu viku. Ég ætla að fljúga til D.C. á þriðjudaginn og fara svo heim með Katie vinkonu minni frá American University en ég fór heim með henni í fyrra líka. Ég er svo tilbúin til að fá frá í skólanum..........ekki sakar svo að fá góðan mat líka =)

Svo þega ég kem heim frá thanksgiving verð ég hérna bara í um eina og hálfa viku og svo er bara komið jólafrí.

Í gær var fyrsti þáttur af The Amazing Race. Ég veit ekki hvort þið hafið eitthvað horft á hann en hann var á dagskrá heima einhvers staðar. En getiði hvert þau fóru fyrst.......jú auðvitað til Íslands. Kannski voruð þið búin að heyra af þessu en ég hafði ekki hugmynd fyrr en daginn áður en hann var sýndur. Ég og Lilja sögðum svo öllum að horfa á þáttinn svo þau gætu séð Ísland en við höfðum samt mestan áhuga á þessu. Ekkert smá fyndið að horfa á þetta, ég hló og hló og hló.........þau gerðu ekkert annað en að villast, ekki skrýtið miðað við hvernig vegakerfið er. Ég ætla nú ekki að segja ykkur of mikið frá þessu. Þetta hlýtur að vera sýnt heima einhvern tímann bráðum........

adios.......
lesendur svara

mánudagur, nóvember 01, 2004

Hæ hæ

Vildi bara aðeins láta vita af mér þar sem það er smá síðan ég skrifaði síðast. Við erum núna að fara að leggja af stað til Tennesse en það er um 8 tíma akstur. Þetta eru átta liða úrslit í Regionals. Við unnum conference-ina okkar þannig að við komumst í Regionals. Núna er það bara allt eða ekkert því ef við töpum er tímabilið bara búið. En ef við vinnum komumst við áfram í 4 liða úrslit.

Annars bið ég bara að heilsa. Þarf að fara að koma mér svo að rútan fari nú bara ekki á undan mér ;o)


Wish us luck.....
lesendur svara
This page is powered by Blogger. Isn't yours?