mánudagur, september 13, 2004
Jæja þá er það ljóst. Fellibylurinn Ivan á að skellla á Mobile á miðvikudaginn eða fimmtudagsmorguninn. Það er búið að loka skólanum miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Mælst er til þess að allir yfirgefi campus og finni sér öruggan stað til að vera á. Það eru allir að fara yfirum hérna því að það er mjög langt síðan svona stór fellibylur hefur komið hingað.Við stelpurnar eigum leik í Luisiana á morgun og förum mjög snemma um morguninn til að komast til baka á skikkanlegum tíma og allir geti komið sér heim eða hvert sem þeir ætla að fara. Ég, Lilja og Jónsi (Bjössi þarf að
fara með liðinu að keppa) erum að fara með einni stelpunni, KC, úr liðinu til Texas, en hún býr rétt hjá Houston. Hún ætlar bara að keyra á leikinn á morgun og svo förum við beint eftir að leikurinn er búinn til Texas því að það er í leiðinni og algjör vitleysa að fara til baka til Alabama bara til að keyra aftur í sömu átt til Texas. KC var að segja okkur að við getum bara farið í sundlaugina sem er í Country klúbbnum hennar rétt hjá húsinu hennar. Þannig að í staðinn fyrir að hanga hérna í Mobile með ekkert rafmagn og ekki neitt erum við bara að fara í sólbað og upplifa ekta kántrí menningu Bandaríkjana =)
Við komum örugglega til baka á sunnudaginn því að skólinn á að byrja aftur á mánudaginn svo að ég læt vita af mér þegar ég kem til baka. ................take care lesendur svara
fara með liðinu að keppa) erum að fara með einni stelpunni, KC, úr liðinu til Texas, en hún býr rétt hjá Houston. Hún ætlar bara að keyra á leikinn á morgun og svo förum við beint eftir að leikurinn er búinn til Texas því að það er í leiðinni og algjör vitleysa að fara til baka til Alabama bara til að keyra aftur í sömu átt til Texas. KC var að segja okkur að við getum bara farið í sundlaugina sem er í Country klúbbnum hennar rétt hjá húsinu hennar. Þannig að í staðinn fyrir að hanga hérna í Mobile með ekkert rafmagn og ekki neitt erum við bara að fara í sólbað og upplifa ekta kántrí menningu Bandaríkjana =)
Við komum örugglega til baka á sunnudaginn því að skólinn á að byrja aftur á mánudaginn svo að ég læt vita af mér þegar ég kem til baka. ................take care lesendur svara
Comments:
Skrifa ummæli