fimmtudagur, september 23, 2004

Hey y´all

Þá er flóttamaðurinn snúinn aftur frá Texas. Augað á fellibylnum lenti akkúrat hingað í Mobile og öllum var gert að yfirgefa campusinn. Skemmdirnar urðu samt ekki eins slæmar og búist var við en skólanum var lokað alveg þangað til í gær svo að við fengum rúmlega viku frí. Við erum nokkuð margar í liðinu sem búum of langt í burtu frá Alabama til að geta farið heim þá endaði það með því að við fórum níu heim til KC rétt fyrir utan Houston Texas. Við vorum 3 frá Íslandi, 5 frá Noregi, ein frá Washington state og svo náttlega KC. Úff hvað var þröngt á þingi og ekki var undan nokkrum rifrildum komist en þröngt mega sáttir sitja og í heildina var þetta alveg hreint æðisleg ferð.

Upphaflega áttum við að spila leik í Louisiana á þriðjudagsmorgunin og svo átti að halda beint til Texas. En þegar við vöknuðum fréttum við að leiknum hafði verið frestað þannig að það var lagt af stað í vesturátt. Það tók okkur níu tíma að keyra. Venjulega tekur það bara sex og hálfan tíma að keyra en það virtist sem allir voru á sömu leið og við flýjandi undan fellibylnum. Við komumst loksins til Texas seinnipartinn. Fyrst útskýrði mamma KC reglur hússins sem voru mjög einfaldar: við áttum bara að ná í það sem við þurftum sjálf og ef við vildum bjór þá var hann í ísskápnum en alls ekki mátti gleyma að setja annan heitan inn í staðinn því að ekki vildi hún verða uppiskroppa með kaldan bjór. Hún hafði svo eldað kvöldmat handa okkur sem var ekkert smá gott því allir voru orðnir glorsoltnir eftir langt ferðalag. Eftir það tókum við það bara rólega því við vorum öll dauðþreytt eftir alla þessa keyrslu.

Það var nú ekki mikið sem við gerðum á miðvikudeginum en um kvöldið fórum við á skemmtistað rétt fyrir utan Houston og dönsuðum langt fram á nótt.

Á fimmtudeginum fórum við að horfa á bróður hennar KC keppa í amerískum fótbolta. Hann keppir fyrir high school liðið sitt. Ekki besti fótbolti sem ég hef séð en samt í fyrsta skiptið sem ég sé þetta svona "life". Svo bauð pabbi þeirra okkur öllum út að borða á æðislegum stað. Það var útsýni yfir mexícóflóann og svo voru nokkur tívolítæki líka og auðvitað gat ég ekki látið það vera að fara nokkrar sallíbunur.

Ætlunin var svo að vakna snemma á föstudagsmorgunin til að fara á ströndina daginn eftir. Við ætluðum að leggja af stað um 10 leytið og við vöknuðum allar og gerðum okkur tilbúinar. Svo tókum við eftir því að KC var ekki vöknum og ekki neitt. Án hennar komumst við náttlega ekki á ströndina því að enginn rataði neitt. Við vöktum hana og spurðum hvort hún vildi ekki koma á ströndina með okkur eins og hún var búin að segja daginn áður. Þá varð hún bara öfugsnúin og sagðist víst neyðast til þess. Svo tók hún sér nægan tíma til að hafa sig tilbúna og það endaði með því að við komumst ekki á ströndina fyrr en klukkan tvö og gátum stoppað geðveikt stutt því að við áttum að elda kvöldmatinn þetta kvöld. Pirrandi svona fólk sem segst ælta að gera eitthvað og gerir það svo ekki. Auk þess var það hún sem stakk upp á því að fara á ströndina áður en við lögðum af stað en það var samt ekki eins og hún hefði ekki getað sagt kvöldið áður að hún vildi ekki fara í staðinn fyrir að samþykkja það og vera svo geðveikt fúl og pirruð út í alla. Hún var svona meira og minna alla ferðina. Svo þegar það hentaði henni þá rauk hún út úr húsinu áður en nokkur manneskja var tilbúin til að fara og sagðist vera að leggja af stað þannig að allir neyddust til að hlaupa út um dyrnar í flýti svo að hún myndi nú ekki bara fara á undan manni. Hún var ekki alveg að gera sér grein fyrir því að það tekur tíu manns meiri tíma til að hafa sig til en eina manneskju eða tvær.

En nóg um það, varð bara aðeins að koma þessu að því að mér finnst þetta bara svo fáránlegt.Við enduðum þó á því að fara á ströndina þó að seint hafi verið og grilluðum svo hamborgara og pylsur í kvöldmat. Svo seinna um kvöldið fórum við á svona al-bandarískt íshús. Fyrir þá sem vita ekki hvað íshús er þá er þetta svona kúrekabar nema hann ber ekki fram hart áfengi, bara bjór, en þú mátt koma með allt áfengi sem þú villt með þér. Það er til gömul saga um afhverju þetta heitir íshús sem ég nenni ekki að skrifa..................Þetta var svo bandarískt að það hálfa væri nóg. Kúrekar með kúrekahatta og ekkert nema pallbílar fyrir utan..................okkur útlendingunum fannst við bara vera í bíómynd. Ekki var nú stiginn línudans en þeim sem vildu læra var kenndur dans sem heitir two-step og er alveg hreint fáránlega einfaldur en er víst alltaf dansaður við kántrítónlist.

Með allri fullri virðingu fyrir því sem við gerðum í ferðinni verð ég nú að viðurkenna að laugadagurinn stóð langt uppúr. Vinir hennar KC buðu okkur að fara út á ánna sem er þarna rétt hjá á bátnum þeirra með þeim. Þetta er svona breið og stillt á með eintómum trjám í kring alveg niður að árbakkanum. Það var ekkert smá mikið af fólki þarna enda var veðrið æðislega og náttúrulega laugardagur. Meðfram árbakkanum voru svona litlar strendur þar sem fólk "lagði" bátunum sínum og lagðist svo bara á ströndina eða "chillaði" ofan í ánni. Ef þetta er ekki líka týpískt bandarískt þá veit ég ekki hvað. Svo voru strákarnir með svona sjóbretti sem er alveg eins og snjóbretti nema já notað á vatni. Ég náttlega eins og ég er vildi alveg endilega að fá að prufa en vá hvað þetta var mikið erfiðara en ég hélt og mín hefur ekki heldur farið á snjóbretti bara aldrei svo að það var ekkert að hjálpa til. En nóg með það ég gat sem sagt ekki komið mér uppúr vatninu þrátt fyrir góðar tilraunir. Þegar næsta ætlaði að fá að prufa og var komin ofaní og allt, haldiði ekki að báturinn hafi ekki bara drepið á sér. Já ég er ekki að grínast. Hann bara drap á sér út á miðri ánni. Þeir fengu einhverja gaura á öðrum bát til að gefa sér straum og hann staulaðist í gang aftur sem betur fer því að mig langaði ekki mikið til að vera föst þarna. Manni leið svona eins og þegar jeppa töffararnir heima eru uppá fjöllum og rekast á einhvern í vandræðum......"á ég ekki að kippa aðeins í þig"......æ þið vitið hvað ég á við. Svo fékk ég líka að prófa að fara svona "tubing" en þá hangir maður á svona slöngu aftan í bát og sá sem er að stýra bátnum reynir að henda manni af. Ég stóð mig nú aðeins betur á þessu en á sjóbrettinu og náði að halda mér á í nokkuð góðan tíma, en svo endaði það með því að ég fleytti kellingar á vatninu þegar ég datt af. Það er nú ekki laust við það að ég sé ennþá með harðsprerrur í höndunum eftir þetta.

Um kvöldið hafði pabbi KC boðið okkur í mat. Þetta var svona ekta bandarískur matur, eitthvað skjöt sem var sett inní hamborgarabrauð. Nei ég meina ekki hamborgara heldur eitthvað allt öðruvísi. Hann eldaði það víst í 8 klukkutíma eða eitthvað svoleiðis. Mjög sérstakt en samt gott.

Svo langaði okkur útlendingunum að fara niður í miðbæ Houston til að skoða aðeins og kíkja kannski á einhverja klúbba og svoleiðist en KC langaði til að fara aftur á þennan kúrekabar sem við fórum á kvöldið áður þannig að við kölluðum alla sama til að athuga hvað fólk vildi gera. KC er svo ótrúleg........hún sagði eitthvað já þið megið auðvitað gera hvað sem þið viljið en ég ætla á kúrekastaðinn. Ok allt í lagi, fare enough. Hún sagði bara sína skoðun. Svo vorum við búnar að fá kærasta einnar stelpunnar sem býr þarna í sama bæ og KC og er í liðinu okkar líka til að keyra okkur niður í bæ. Haldiði ekki að KC hafi bara tekið kastið á okkur um hversu vanþakklátar við séum og bla bla bla af því að við vildum ekki einu sinni gera það sem hún stakk upp á. Hún gerði þetta alla ferðina. Spurði okkur hvað við vildum gera en svo endaði það alltaf á því að við gerðum nákvæmlega það sem hún vildi gera. Það endaði sem sagt með því að við fórum aftur á þessa krá en það var af því að við fréttum að eigandi staðarins var búinn að taka frá borð fyrir okkur og skreyta það og eitthvað voða fínerí. Við stoppuðum samt ekki lengi því það var enginn í stuði eftir rifrildið við KC..........

Á sunnudeginum komu svo fjórir strákar úr fótboltaliðinu í heimsókn. Þeir höfðu verið með liðinu í Arkansa og áttu svo að fara til Kentucky en þar sem þeir eru ekki að spila með liðinu (meiddir og svoleiðis) þá nenntu þeir ekki að keyra þangað og þeir gátu ekki fari í skólann því að hann var lokaður þannig að þeir komu í heimsókn til okkar. Þá vorum við orðin 14 heima hjá KC. Eins og alls staðar er nú ekki mikið að gera á sunnudagskvöldum þannig að við vorum bara heima hjá KC í rólegheitunum að spila og svoleiðis.Mánudagurinn var nú bara tekinn í rólegheitunum. Við fórum samt niður að ánni þar sem við höfðum verið á laugardeginum en því miður höfðum við engan bát þannig að við vorum bara á einni ströndinni. Við vorum samt með svona blakstangir og fórum í strandblak. Það var þvílíkt stuð, ég hafði aldrei prófað það áður. Svo var bara farið snemma í rúmmið því að við þurftum að leggja af stað heiman frá KC klukkan sjö um morgunin því að við stelpurnar þurftum að mæta á æfingu klukkan fjögur. Það fyrsta sem við þurftum að gera þegar við komum á æfingu var að hreinsa völlin því að hann var þakinn með sprýtnadrasli. Það tók okkur heilan klukkutíma............úff hvað það var leiðinlegt og pirrandi. Stelpurnar sem voru héðan sögðust búnar að vera gera þetta alla helgina eftir fellibylinn. Þó að það voru ekki miklar skemmdir hérna þá eru margir bæir algjörlega í rústi og fólk er ennþá ekki með rafmagn né vatn. Þjálfarinn minn býr hérna í Mobile en fór ekki neitt fyrir fellibylinn. Hann sagði að þetta hafði verið frekar ógnvænlegt en þegar augað fór yfir þá varð allt stillt og sólin kom í ljós. Það hlítur að hafa verið ótrúlegt að koma út eftir brjálað veður og sólin bara komin...............Ég ætla nú að láta þetta duga. Ég nenni alls ekki að skrifa meira. Held samt að ég hafi ekki gleymt neinu stórvægilegu.................later


lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?