sunnudagur, september 05, 2004

Hæ hæ

Jæja loksins komin með internetið í herbergið og get farið að skrifa með íslenskum stöfum.........það er samt svo pirrandi því að það er alltaf að detta út en vonandi fæ ég betra internet eftir helgina.

Afmælisdagurinn minn var æðislegur. Þegar ég vaknaði um morgunin var Lilja herbergisfélaginn minn búin að hengja upp miða á hurðina niðri og óska mér til hamingju með afmælið og svo var fullt af fólki búið að skrifa á miðann líka til að óska mér til hamingju. Svo þegar ég kom heim úr tíma var Laura, Kristy (þær búa í herberginu við hliðina og við deilum baðherbergi) og Lilja búnar að hengja upp plaggöt á hurðina og blöðru og svo gáfu þær mér köku =) Um kvöldið fórum við svo nokkrar stelpur úr fótboltanum út að borða.....

Við spiluðum fyrst leikinn okkar í gær og unnum 7-0. Algjört rúst. Svo áttum við að spila annan leik á mánudaginn en hann verður á eftir því að það á að koma fellibylur hingað á mánudaginn eða þriðjudaginn.......

Eftir leikinn þá bauð Jónsi (annar íslensku strákana) mér og Lilju til sín og hann var búinn að elda fyrir okkur og voða fínt. Svo var hann líka með afmæliskökur handa okkur og afmælisgjöf.........ekkert smá sætur. Lilja átti nefnilega afmæli 1.sept svo að við vorum að halda upp á bæði afmælin og Björn, kærasti hennar Lilju, var á ferðalagi með liðinu..........

En núna þarf ég að fara að gera mig til fyrir leikinn á eftir.....................

Later

lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?