mánudagur, febrúar 09, 2004

Jæja orðið svoldið síðan ég lét heyra í mér.....

Ég fór í mat til íslensku fjölskyldunnar á fimmtudaginn og fór með Kolbrúnu að versla á sunnudaginn. Hún er ekkert smá yndæl. Vill allt fyrir mig gera. Krakkarnir eru líka æði. Ég var mikið með litlu 3 ára stelpuna á sunnudaginn og hún var bara alls ekkert feimin við mig. Eftir nokkrar mínútur var hún bara farin að tala við mig eins og hún hefði alltaf þekkt mig, algjört krútt. Var svolítið kvíðin fyrir að passa ef að krakkarnir væru eitthvað erfiðir en það lítur nú ekki út fyrir að vera vandamál =) En já, ég verð kannski eitthvað að passa um helgar sem er fínt því að ég hef ekki beint mikinn tíma í miðri viku og þá kannski kem ég einhverju í verk yfir helgina svona til tilbreytinga.

Helgin var nú samt frekar róleg. Var eiginlega bara drulluveik á föstudaginn, með hósta og eitthvað ógeð, svo að ég var bara heima og horfði á video. Síðan fór ég með Amy vinkonu minni í partý á laugardagskvöldið sem var mjög gaman en ég var nú samt bara mjög róleg. Þekkti alveg fullt af fólki svo að ég sat bara og spjallaði við alla allt kvöldið.

Ingibjörg keypti flugmiða til að koma og heimsækja mig í dag =) Hún kemur yfir spring break í byrjun mars. Það verður ekkert smá gaman að fá hana í heimsókn =) Hlakka til að fá þig Ingibjörg!!!! lesendur svara
Comments: Skrifa ummæli
This page is powered by Blogger. Isn't yours?