mánudagur, febrúar 02, 2004
Ég hringdi í þessa íslensku konu sem ég var búin að nefna í dag. Virtist bara mjög yndæl. Tilgangurinn var víst að spyrja hvort að ég gæti passað fyrir hana endrum og eins (mig grunaði það reyndar) en það er bara fínt að fá smá vasapening. Hún á 3 börn; hálfs árs, þriggja ára og ellefu ára svo að það verður verkefni en gaman samt að fá að vera með Íslendingum og tala tungumálið sitt svona endrum og eins svo að ég verði ekki alveg eins styrð í því eins og þegar ég kom heim um jólin og allir gerðu grín að mér........það var ekki fyndið!!! ;) Svo sagði hún líka að ég væri velkomin hvenær sem ég vildi, ef mér leiddist eða bara vildi komast út úr skólaumhverfinu =) æði!!
En jájá ég ætla að fara að koma mér í háttinn......það er æfing kl 8 í fyrramálið. Víst best að vera sem sprækastur fyrir það púl. Alla vega.....just take care =) lesendur svara
En jájá ég ætla að fara að koma mér í háttinn......það er æfing kl 8 í fyrramálið. Víst best að vera sem sprækastur fyrir það púl. Alla vega.....just take care =) lesendur svara
Comments:
Skrifa ummæli